Stjörnur - 01.07.1953, Qupperneq 43
„Það er omögulegt,“ kom hann loksins út úr sér. „Hvað skyldi
henni hafa gengið til þess?“
„Ja, það er nú eimitt það, sem við erum að reyna að komast eftir,“
var svarið. Leynilögreglumaðurinn hafði tekið lítinn, örmjóan rýting
upp af skrifborðinu. Hann rétti hann í áttina til Bob með spyrjandi
augnaráði.
„Ég sendi hann heim frá Japan,“ sagði Bob eins og var.
„Vinnukonan yðar heyrði síðastliðna nótt, að hrópað var hérna
niðri. Hún flýtti sér hingað og fann hann liggjandi á gólfinu Frú
Hunter stóð með rýtinginn í hendinni.“
Agnes hafði hlustað á orðaskipti Bob og leynilögreglumannsins,
og hún staðfesti nú það, sem hann hafði sagt.
„Það var hræðilegt,“ sagði hún. „Hún stóð með rýtinginn í hend-
inni. Kjóllinn hennar var rifinn, og hún var blóðug um hendurnar.“
„Já, en sagði hún ekki frá því, sem gerðist?“ spurði Bob ákafur.
Agnes skýrði ennfremur frá því, að frúin hefði fallið í yfirlið. Þær
hefðu hringt í lækni, síðan í herra Hannaford, lögfræðinginn, sem
hafði komið þegar í stað, og síðan hringt á lögregluna. En ekki hafði
enn reynzt fært að yfirheyra frúna vegna inngjafar, sem læknirinn
hafði gefið henni.
Stundarkomi síðar stóð Bob uppi í svefnherbergi eiginkonu sinnar.
„Ert það virkilega þú?“ sagði hún og hjúfraði sig upp að honum.
,JÉg hélt, þú ætlaðir aldrei að koma.“
„Hafðu nú engar áhyggjur,“ sagði hann og strauk yfir hárið á
henni. „Ég skal gæta þín.“
3. kaíli. Chris segir lögreglunni frá.
Þegar Bob kom inn, hafði Larry Hannaford dregið sig hæversk-
lega í hlé. Þeir Bob voru góðir vinir. Þeir höfðu verið skólabræður í
menntaskóla, já, og meira að segja höfðu þeir verið ákaflega sam-
rýmdir þau tvö ár, sem Bob hafði verið í hernum.
Reynolds hóf þegar að spyrja Larry spjörunum úr um hvernig
sambandinu milli þeirra hjónanna, Chris og Bob, væri háttað. Svar-
Stjörnur 41