Stjörnur - 01.07.1953, Page 50

Stjörnur - 01.07.1953, Page 50
vonum innilega, að hann nái að hvíla sig rækilega hjá konunni sinni, ungiærsku leikkonunni Zsa-Zsa Gaiior, enda þótt einhver hafi hvíslað þvi að okkur, að hjónabandið hjá Þeim sé nú bara zso- zso .... Ýmsurn mun Þykja það gleðiefni. Zarah I.citruirr. að .Zarah Leaniler þýzka söngkonan fræga, hefur lokið við aðra kvikmynd sína eftir stríðið, ,,Cuba-Cabana“ .... Landi hennar, ..Ungfrú Þýzkaland 1952,“ einn þátttakandinn i fegurðarsamkeppn- inni i fyrra, Benate Hoy að nafni, fékk nýlega sjö ára samning við Universal .... Lionel Barrymore, hálfáttræður öldung- urintn, hefur nýlokið við skáldsögu, þá fyrstu, er hann skrifar, Mr. Cantonwine. Jafnframt kunngjörði hann, að hann ætiaði að fara að byrja á rabb-dálki um menn og málefni í dagblöð. ,,Ekkert gleð- ur mig eins og að ég skuli fá að létta af hjarta minu um það, sem mér líkar bezt,“ segir hann. ,,Ýmsir hafa litið á mig sem viðkunnanlegan öldung. Bíði þeir bara við þangað til þeir fara að lesa dálkinn minn." .... Tvífari Ritu Hay- worth heitir Mary Castle. Sagan segir, að dag nokkurn hafi hún lagt leið sína inn á kaffihús í fyigd með umboðsmanni sínum. Frammistöðustúlkan kom ti! þeirra, og spurði Mary formálalaust, hvort hún væri ekki Rita Hayworth. ,,Ég hef að vísu aldrei séð hana nema í kvik- myndum, en þér eruð fj'arska líkar henni,“ Mary neitaði þessu, en umboðs- maðurinn greip hér inn í samtalið með þessari athugasemd: ,,Mér finnst hún miklu líkari Humphrey Bogart. ‘1 Afgreiðslustúlk- an hugsaði sig um stundarkorn og sagði síðan: ,,Jahá, hann hef ég heldur aldrei séð.“ .... Nokkrar fregnir hafa skotið upp kollinum um það, að Dean Martin og Jerry Lewis hafi slitið félagsskapinn. Þessar fregnir getum við fullyrt, að eru ekki á rökum reistar. Þessir bráðskemmti- legu sprelligosar eiga vafalaust eftir að skemmta mörgum kvikmyndahúsgestinum ennþá. Og það sem meira er, eiginkona Jerry’s, i'atty Lewis, er farin að skemmta í gamanþáttum þeirra og vekur mikla hrifningu, Hún var söngkona, áður en hún kynntist Jerry, og náði miklum vln- sældum, sérstaklega fyrir söng sinn i laginu ,,Littlé Man, You’ve Had a Busy Day.“ .... Victor Mature leikur aðal- hiutverkið, Demetrius, í KyrtiJllinn.“ Hann hefur komizt svo að orði: ,,Þetta er fimmta hiutverkið, sem verður að liða á mér hárið fyrir. Ég er að verða eins og stórvaxin Shirley Temple" .... Boland Young, sem allir muna eftlr úr Topper-myndunum, er nýlátinn. Hann var 65 ára að aldri .... Fregnir herma, að Bed Skelton hafi fyrir nokkru fengið taugaáfall, Ástæðan til þess var m.a. sú, að hann var staðráðinn i að megra sig, og það átti ekki að taka langan tíma. I tvo og hálfan sólarhring bragðaði hann ekki matarbita, en hann léttist líka um fimm og hálft kiló .... — Og svo koma skilnaðarmálin: Diana Lynn, 26 ára að aldri, nýskilin eftir hálfs fimmta árs hjónaband við byggingarfræðinginn, John C. Lindsay .... Martlia Bye, 36 ára, eft- ir tiu ára hjónaband við fjórða eigin- manninn sinn, Nick Condos, 45 ára. Þau áttu eina dóttur .... Peter Lorre, eftir átta ára hjónaband við konu sína, Karen Verne Lorre. 48 Stjörnur

x

Stjörnur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.