Goðasteinn - 01.09.2016, Side 14
12
Goðasteinn 2016
Nei, ekki var það nú alveg. Hann var þekktur af andúð sinni á nasistum og
hafði m.a. átt í útistöðum við ræðismann Þýskalands í Eyjum. Líklega var það
þess vegna, að Bretar töldu ekki ástæðu til að fangelsa hann. En þeir vöktuðu
húsið. Það var þannig með afa, að honum kom vel saman við fólk, en hann var
mikill gleðimaður. Svo er það eitt sinn, þegar pabbi er á leið heim úr skólanum,
að hann heyrir skothvelli heiman frá sér. Þá hafði afi boðið hermönnunum sem
vöktuðu hann, að ganga í bæinn og eitthvað fóru þeir að sulla saman í víni.
Nema hvað; afi átti pressuklossa úr timbri og á hann settu þeir skotskífu og
voru að skemmta sér við að skjóta í mark. Til allrar hamingju notuðu þeir ekki
hermannariffla við þessa skemmtun, heldur 22 kalíbra riffil sem afi átti. Eftir
þetta hættu Bretarnir að vakta afa.
Hvernig tók amma þín svona frumlegu skemmtanahaldi?
Hún vissi nú minnst um það, því hún var með berkla og lá meira og minna
á Vífilsstöðum í sjö ár og hugurinn alltaf hjá drengnum hennar.
Lenti pabbi þinn ekki í Þýskalandi á þessum árum?
Jú, það var þannig, að afi hans kom til Vestmannaeyja alla leið frá Þýska-
landi. Amma var þá á Vífilsstöðum. Gamla manninum hefur litist vel á son-
arson sinn, a.m.k. spurði hann afa, hvort hann mætti ekki taka hann með sér
til Þýskalands. Það var ekkert verið að blanda ömmu í málið; hún var á Vífils-
stöðum. Afi var ansi fljótfær og hann bara sagði pabba sínum, að það væri allt
í lagi að hann hefði drenginn með sér til Þýskalands. Og það varð úr; sá gamli
fór með sex ára drenginn til Berlínar. Það var ekki fyrr en þeir voru úti á miðju
Atlandshafi að amma frétti af þessu ferðalagi.
Þarna var pabbi svo í góðu yfirlæti hjá afa sínum og ömmu í heilt ár. Þá
fóru afi og amma út að sækja hann. Þau bjuggu þarna í heilt ár og urðu loks
að laumast úr landi með drenginn; pabbi sagði mér þá sögu. Hann gleymdi
því aldrei þegar hann kvaddi þau, hann mátti bara bjóða góða nótt, en vissi að
hann sæi þau ef til vill aldrei aftur. Svo var farið til Hamborgar í skjóli nætur
og þaðan heim með skipi. Afi hefði aldrei sleppt þeim, hann var svo hændur
að barninu.
Faðir afa míns var mikill kommúnisti. Hann hafnaði í Austur-Berlín eftir
stríð og þegar hann lést var hann jarðarður með viðhöfn. Pabbi sá hann aldrei
eftir að afi og amma tóku hann með sér til Íslands. En árið 1956 hitti hann
ömmu sína. Hann fór þá til Vestur-Berlínar og gamla konan fékk leyfi til að
fara vestur yfir og hitta hann þar.