Goðasteinn - 01.09.2016, Side 14

Goðasteinn - 01.09.2016, Side 14
12 Goðasteinn 2016 Nei, ekki var það nú alveg. Hann var þekktur af andúð sinni á nasistum og hafði m.a. átt í útistöðum við ræðismann Þýskalands í Eyjum. Líklega var það þess vegna, að Bretar töldu ekki ástæðu til að fangelsa hann. En þeir vöktuðu húsið. Það var þannig með afa, að honum kom vel saman við fólk, en hann var mikill gleðimaður. Svo er það eitt sinn, þegar pabbi er á leið heim úr skólanum, að hann heyrir skothvelli heiman frá sér. Þá hafði afi boðið hermönnunum sem vöktuðu hann, að ganga í bæinn og eitthvað fóru þeir að sulla saman í víni. Nema hvað; afi átti pressuklossa úr timbri og á hann settu þeir skotskífu og voru að skemmta sér við að skjóta í mark. Til allrar hamingju notuðu þeir ekki hermannariffla við þessa skemmtun, heldur 22 kalíbra riffil sem afi átti. Eftir þetta hættu Bretarnir að vakta afa. Hvernig tók amma þín svona frumlegu skemmtanahaldi? Hún vissi nú minnst um það, því hún var með berkla og lá meira og minna á Vífilsstöðum í sjö ár og hugurinn alltaf hjá drengnum hennar. Lenti pabbi þinn ekki í Þýskalandi á þessum árum? Jú, það var þannig, að afi hans kom til Vestmannaeyja alla leið frá Þýska- landi. Amma var þá á Vífilsstöðum. Gamla manninum hefur litist vel á son- arson sinn, a.m.k. spurði hann afa, hvort hann mætti ekki taka hann með sér til Þýskalands. Það var ekkert verið að blanda ömmu í málið; hún var á Vífils- stöðum. Afi var ansi fljótfær og hann bara sagði pabba sínum, að það væri allt í lagi að hann hefði drenginn með sér til Þýskalands. Og það varð úr; sá gamli fór með sex ára drenginn til Berlínar. Það var ekki fyrr en þeir voru úti á miðju Atlandshafi að amma frétti af þessu ferðalagi. Þarna var pabbi svo í góðu yfirlæti hjá afa sínum og ömmu í heilt ár. Þá fóru afi og amma út að sækja hann. Þau bjuggu þarna í heilt ár og urðu loks að laumast úr landi með drenginn; pabbi sagði mér þá sögu. Hann gleymdi því aldrei þegar hann kvaddi þau, hann mátti bara bjóða góða nótt, en vissi að hann sæi þau ef til vill aldrei aftur. Svo var farið til Hamborgar í skjóli nætur og þaðan heim með skipi. Afi hefði aldrei sleppt þeim, hann var svo hændur að barninu. Faðir afa míns var mikill kommúnisti. Hann hafnaði í Austur-Berlín eftir stríð og þegar hann lést var hann jarðarður með viðhöfn. Pabbi sá hann aldrei eftir að afi og amma tóku hann með sér til Íslands. En árið 1956 hitti hann ömmu sína. Hann fór þá til Vestur-Berlínar og gamla konan fékk leyfi til að fara vestur yfir og hitta hann þar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.