Goðasteinn - 01.09.2016, Page 18
16
Goðasteinn 2016
stjórn frá upphafi. Síðan 2008 er ég formaður hans. Klúbburinn starfar hér á
Suðurlandi, en er reyndar með félagsmenn víðar að, frá Reykjavík til Víkur í
Mýrdal. Sem sagt allt Suðurland. Það eru 58 félagar í klúbbnum, allt áhugaljós-
myndarar nema einn, sem er lærður í faginu, þar af er um það bil helmingurinn
virkur í störfum klúbbsins. Við höldum sýningar og förum í ljósmyndaferðir.
Eins og stendur er Blik litla barnið mitt. Auk annars, sem við gerum, er að vera
með fastar ljósmyndasýningar á Hótel Selfossi. Það tengist „Vori í Árborg“, en
við höfum tekið þátt í því síðan árið 2008. Svo höfum við verið með á bæj-
arhátíðinni í Þorlákshöfn og tvisvar sinnum höfum við verið með sýningu í
Perlunni. Hingað til hefur þetta verið þannig, að þegar við tökum niður sýn-
inguna á Hótel Selfossi, þá hefur hún verið sett upp á Hótel Örk í Hveragerði.
Veit ekki með Hótel Örk, þar eru miklar breytingar. Þar er búið að færa allt í
„minimalstíl“ og engar myndir á veggjum. En það gæti breyst, þeir hafa verið
alveg frábærir við okkur. Þessar sýningar hafa verið vel sóttar og alltaf selst
nokkuð af myndunum á þeim.
Stendur ekki til að halda útisýningu á ljósmyndum á Hellu innan skamms?
Jú, ég sótti um styrk hjá Menningarráði Suðurlands og fékk hann. Hug-
myndin er sú, að setja filmu á milli glerja, sem myndin er prentuð á sem við
Þrengslin í Jökulgili