Goðasteinn - 01.09.2016, Page 20
18
Goðasteinn 2016
gerum sjálf, þannig að sjá megi myndina í gegnum glerið. Glerverksmiðjan
Samverk ætlar að styrkja okkur og hugmyndin er sú, að setja upp þrjú verk
með þessum hætti. Ég veit ekki enn, hvað margar myndir verða í verkunum,
en þetta verður allavega fallegt og nýjung. Tímasetningin er ekki alveg fast-
ákveðin, en þetta verður fyrir jól.
Nú er ferðamannastraumur ört vaxandi, ekki síst hér á Suðurlandi; sækjast
ferðamennirnir ekki eftir að kaupa góðar náttúrulífsljósmyndir?
Nei, það er lítið um það, enda eru allir að taka myndir. Ég er með nokkrar
myndir uppi á vegg í bakaríinu, en ég hef svo sem ekkert verið að auglýsa
þær til sölu. En það kemur fyrir, að ég rekst á útlenda ferðamenn,sem sýna
ljósmyndum mínum áhuga. Þannig hef ég t.d. verið í stöðugu sambandi við
frönsk hjón síðan í fyrra, eftir að þau sáu myndirnar mínar í bakaríinu. Það
vildi þannig til, að ég var stödd í bakaríinu, þegar þau komu þangað, svo ég gat
boðið þeim heim í kaffi og við spjölluðum lengi saman. Þau fylgjast vel með
myndunum mínum á „facebook“. Vafalaust er fullt af möguleikum á þessu
sviði, sem enn hafa ekki verið nýttir sem skyldi.
Inni á Krók, Stóra Grænafjall í baksýn