Goðasteinn - 01.09.2016, Blaðsíða 27

Goðasteinn - 01.09.2016, Blaðsíða 27
25 Goðasteinn 2016 sem spunninn er úr ást safnvarðarins til héraðsins og gesta Skógasafns. Þessi þáttur færir Skógasafni líf og birtu langt umfram það sem getur orðið í safni sem einungis er sett upp af fræðilegri nákvæmni. Síðustu misseri hefur Þórður sinnt ritstörfum en látið af daglegum störfum í Skógasafni. Þegar þetta er ritað er 23. bók Þórðar í prentun en þar er á ferðinni alhliða fræðslurit um mjólkuriðnað gamla bændasamfélagsins. Tvö eða fleiri fullbúin handrit bíða prentunar og enn keppist hinn aldni þulur við. Hann er meðvitaður um að miklu skiptir að koma öllu því á blað sem til er á rissblöðum og í ótrúlegu minni langrar ævi. Þegar kemur að minni og þekkingu er Þórður í hópi afburðamanna og sjóndeildarhringurinn er að sama skapi víður. Hann hefur í meira en þrjá ald- arfjórðunga unnið ósleitilega að söfnun, ekki bara á munum heldur ekki síður að söfnun upplýsinga. Fyrir liðlega hálfri öld starfaði hann að spurningaskrám sem Þjóðminjasafnið sendi út til eldri borgara vítt og breytt um landið. Með þessu starfi opnuðust Þórði nýjir heimar og ný lönd þar sem söfnunarstarf hans hafði þá áður verið að mestu bundið við hans heimahéruð í Rangár- og Skafta- fellsþingum. Þessara kynna sér glöggt merki í þjóðháttaritum Þórðar þar sem hann hefur í áratugi unnið að samanburði og rannsóknum á verklagi mismun- andi héraða og sveita. Hinar nánu heimildir Þórðar spanna svið sem nær langt aftur á 19. öld og þannig er ekki ofsagt að sem höfundur hafi Þórður þriggja alda sýn. Þegar fyrri tíðar skrásetjarar segja okkur frá vinnubrögðum, þjóðlífi og menningu gamla bændasamfélagsins eru þeir á tali við lesendur sem sjálfir eru hluti sama samfélags. Það sem þeir segja frá eru því örlítil frávik frá því sem vanalegt er skrásetjara og lesurum hans fyrir hálfri og heilli öld síðan. Fyrir okkur, börn 21. aldarinnar, eru þessar frásagnir oft og einatt torskildar vegna einmitt þessa. Fræðimaðurinn Þórður í Skógum hefur hér aðra stöðu. Hann er í ritum sínum á tali við nútíma tölvukynslóð og veit vel af áratuga starfi við leiðsögn ferðamanna í Skógasafni hvar skóinn kreppir í þekkingu. En um leið er hann hluti af hinu gamla sjálfsþurftarsamfélagi og rekur því aldrei í vörðurnar um skilning á því sem á fjörur rekur í þekkingu. Sumt af þessum reka er okkur nútímabörnum gagnslítill en í höndum Þórðar verður hann að fullu gagni. Að þessu leyti er Þórður Tómasson einstök þjóðargersemi íslenskrar menningar og ritstörf hans verðmæti sem seint verða fullmetin. Megi forsjónin og góðvættir gefa okkur að meistarinn mikli í Skógum haldi enn um langa hríð á penna og bjargi á land sem mestu af þeirri mynd sem enn er hægt að draga upp af horfnu sveitasamfélagi Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.