Goðasteinn - 01.09.2016, Síða 31
29
Goðasteinn 2016
Ysta-Skála og konu hans, Þuríðar Sighvatsdóttur frá Nýjabæ. Hann kvæntist 7.
júní 1821 Jórunni dóttur Sighvats Einarssonar í Skálakoti og konu hans, Kristínar
Guðnadóttur. Þau voru og foreldrar Einars hreppstjóra, höfundar grafskriftar.
Kona Einars var Arnlaug ljósmóðir, systir Árna. Einar bjó í Skálakoti til 1838
en flutti þá í suðurbæinn á Ysta-Skála, en Árni og Jórunn fluttu í miðbæinn þar
sem losnað hafði úr ábúð við andlát Sveins Jónssonar dannebrogsmanns, föður
Árna, Sighvatur í Skálakoti, faðir Einars, var víðkunnur eljumaður við afskrift-
ir handrita og listaskrifari.
Handrit Þjóðminjasafns,
Þjms. 8509, mikill forði
bæna og sálma á 362 bls.,
er verk Sighvats, skrifað
fyrir Árna Sveinsson 1817-
1819, skartbók með settletri
og margir upphafsstaf-
ir dregnir í litum og með
skrauti. Sama máli gegn-
ir um annað handrit Sig-
hvats, nú í Landsbókasafni
IBR 37, 8 vo. Það er Upp-
risusaltari Steins Jónsson-
ar Hólabiskups, skrifaður
1806 af þeirri list að spurn-
ing er hvort aðrir skrifarar
Íslands hafi þá gert betur.
Handritið hefur verið í eigu
Jórunnar móður Sighvats
Árnasonar í Eyvindarholti
og frá honum kom það til
Bókmenntafélagsins.
Ólafur Eiríksson kenn-
ari, fóstursonur Korts Hjör-
leifssonar í Berjaneskoti (d.
1901) sagði mér eftir sögu
hans að Árni Sveinsson
hefði verið snilldarmaður til orðs og æðis og síst ofmælt kynning hans í for-
mannavísum Jóns Jónssonar Torfabróður:
Skrifarinn í Skálakoti Sighvatur Einarsson (1760-
1846), afi Sveins Árnasonar. Upprisusaltari: Steins
Jónssonar biskups. Landsbókasafni, IBR 37,8 vo.