Goðasteinn - 01.09.2016, Page 32
30
Goðasteinn 2016
Laginn stálayggur eins
auðnumálum veldur.
Árni á Skála, sonur Sveins,
sér frá prjáli heldur.
Þá auðlesið leiði gaf,
lundum kesju meður
bjartálsflesju eignum af
Ebeneser hleður.
Sighvatur alþingismaður í Eyvindarholti (1822-1911) sonur Árna var í röð
fremstu þingbænda á 19. öld, maður mikillar mannhylli og virðingar. Það segir
sína sögu að hann en enginn hinna lærðu manna á Alþingi er bar fram fyrsta
frumvarp um fræðslu barna og varð að lögum 1880.
Sveinn sonur Árna og Jórunnar fæddist 22. júní 1821. Hann ólst upp við
góða og gamalgróna heimilismenningu, gerðist á unga aldri góður skrifari og
brátt hagur í höndum, jafnvígur þar á málm og tré. Hann fékkst nokkuð við
silfursmíði, vann sér silfursignet og gróf á það: Sveinn á Skála. Signetið eign-
aðist síðar frændi Sveins og nafni, Sveinn Tómasson í Vallnatúni (1856-1931)
og þess er nú að leita þar í fornum húsamoldum.
Elsta barn Einars Sighvatssonar og Arnlaugar var Þuríður, f.1818, vel gefin
stúlka og álitleg er hún óx á legg. Með þeim skyldmennum, Sveini og Þuríði,
tókust ástir og allt horfði til þess að þau myndu rugla saman reytum eins og
gamla fólkið sagði. Til eru tveir gripir sem Sveinn smíðaði Þuríði árið 1840,
stokkur og beisliskjálkar. Varð-
veisla þeirra er að þakka Arn-
laugu Tómasdóttur.
Stokkurinn er smíðaður úr
furu, er með dragloki, tvíhólfa og
neðra hólfið er leynihólf. Drags-
pjald er neðst á öðrum gafli, en
fljótt á litið virðist gaflinn gerður
úr heilli fjöl. Ummál er 14 x 10
cm. hæð 8 cm. loftskornir reit-
ir eru á hliðum, göflum og loki.
Á hliðum og göflum er letrað:
ANNO 1840, á lok: ÞED. Á þessu
er fínlegt og vandað verk.
Kassi Þuríðar Einarsdóttur frá 1840.
Eigandi Guðrún Tómasdóttir.
Ljósm: Oddný Eir Ævarsdóttir