Goðasteinn - 01.09.2016, Page 33
31
Goðasteinn 2016
Arnlaug Tómasdóttir eignaðist stokk-
inn eftir móður sína, er dó 1903. Hún
átt i annan stokk, stóran, skrautmálaðan
og með loftskornu fangamarki á loki,
verk Ámunda Jónssonar málara frá árinu
1779. Þetta var fegursti, forni listgripur
Ey fellinga í æsku minni og fór vel um
hann í rúmshorni Laugu. Þuríður Ein-
arsdóttir hafði eignast hann eftir ömmu
sína, Þuríði Sighvatsdóttur. Í stokknum
var þráðarleggur Þuríðar, litaður grænn
og markaður búmarki Sveins Jónssonar á
Ysta-Skála (1750-1838). Arnlaug kvaddi
veröld 1944. Á banastund gaf hún mér dýrgripinn Ámundastokk. Hann er enn,
2015, eign mín og skartar í sýningarskáp í Skógasafni, lætur þar minna yfir sér
en efni standa til og saknar ástar og
umhyggju Arnlaugar. Guðrúnu syst-
ur minni gaf hún Sveinsstokk og er
varðveittur vel.
Frá Arnlaugu eignaðist ég og
beisliskjálka Sveins, netta smíð-
isgripi, steypta úr eirmálmi. Ég gaf
þá Skógasafni.
Um samband Sveins og Þuríðar
eiga við orð gömlu þjóðvísunnar,
„þeim var ekki skapað nema að
skilja.“ Sveinn reri frá Suðurnesjum
eina vertíð eftir 1840, ártal óvíst.
Hann gekk austur um vorið. Við
heimkomu var blóð í sokkum hans
og iljar höfðu gengið niður. Þetta var
byrjun á nokkurra ára vonlausri bar-
áttu við holdsveiki. Frétt barst um
það til Eyjafjalla að Gísli Hjálm-
arsson læknir á Austurlandi hefði
læknað mann af holdsveiki. Það
leiddi til þess að Sveinn hafði sam-
band austur og Gísli hét því að taka á Handrit Sveins Árnasonar
Beisliskjálkar Þuríðar Einarsdóttur.