Goðasteinn - 01.09.2016, Page 34
32
Goðasteinn 2016
móti honum. Sveinn hóf
ferð 26. maí 1852. Árni
faðir hans fylgdi hon-
um stuttan spöl á veg,
kom hryggur til baka og
sagðist ekki framar sjá
son sinn. Sveinn dvaldi
fyrst á Ketilsstöðum en
síðan að Höfða á Völl-
um hjá Gísla Hjálmars-
syni. Það er skemmst
frá að segja að hann fékk
enga bót meina sinna. Árni faðir hans dó 25. júní 1853. Réttum mánuði síðar
kom Sveinn heim. Hann dó 20. maí 1857 og var af öllum borið það vitni að
verið hefði hvers manns hugljúfi. Jórunn móðir hans brá búi og flutti að Ey-
vindarholti til Sighvats sonar síns þar
sem hún dó 6. febrúar 1885.
Dýrmæt og merkileg minning um
dvöl Sveins austur á Fljótsdalshéraði er
varðveitt í Skógasafni, þjóðfræðahand-
rit, skráð af honum eftir gömlu hand-
riti. Titill þess er: „Eitt lítið kver með
ýmsum samtíningi. Til gamans. Byrjað
að skrifa í Júní 1852 á Ketilsstöðum en
endað í Janúari 1853 á Höfða á Völlum
af Sveini Árnasyni.“ Handritið er 17 x
10 cm. í broti og 164 bls., skráð með
góðu snarhandarletri. Á síðustu blaðsíð-
ur eru skráð stafróf og lindastafir til að
nota við útsaum og spjaldvefnað, dregin
af leikni og list. Tilgreindar leturgerðir
eru stafkarlaletur, haugbúaletur, villu-
letur, höfðaletur, snarhönd, fljótaskrift,
settletur, ramvillur, baugbúarúnir, kist-
ur og hjálmrúnir.
Skógasafni barst handritið að gjöf
árið 2009 frá niðjum Jóns Sighvatssonar
frá Eyvindarholti og ferill þess til Sveins
Handrit Sveins Árnasonar.
Handrit Sveins Árnasonar. Bergbúarúnir,
Ramvillur, Ristur, Hjálmrúnir.