Goðasteinn - 01.09.2016, Síða 35
33
Goðasteinn 2016
Árnasonar er því auðrakinn. Um
forrit Sveins verður í svipinn ekkert
fullyrt en efnið ber blæ þess að geta
tengst verkum Jóns Guðmundssonar
lærða frá fyrra hluta 17. aldar. Efn-
ið er fjölþætt. Yfirlit efnis er skrifað
við upphaf handrits og er í 14 köfl-
um, fyrsti fjallar um sáðjörð, annar
um árferði. Hér er jólaskrá minni og
sagt frá hversu mark megi taka uppá
veður af vetrarfari. Þriðji kafli er um
naut og nautahald, um kýr og kálfa-
lit, fjórði um hesta, um þekkingu á
aldri, völ þess að ná stórum folöldum
og hesta gelding. Fimmti kafli teng-
ist veðri, hvernig það megi fyrirsjá
af sól, af tungli, stjörnum, af skýjum
og þoku, regnboga og sagt frá teikn-
um til vinda. Fram eru færð teikn af
lofti, af eldi, af manninum sjálfum,
af fuglum, dýrum og fiskum. Greint
er frá að sjá fyrir skruggur og enn-
fremur hvort þær geri skaða eður ei.
Lýst er hvenær jarðskjálfti sé í nánd
og sagt frá jarðskjálftum. Í sjötta kafla segir frá halastjörnum og fleiru. Í sjö-
unda kafla eru nokkur stafróf og getið málverka konstra. Greint er frá tveimur
málverkum með gulli að skrifa, „um ýmisleg gjeglirlíis (þ.e. kukl) og konstir.“
Níundi kafli greinir frá ýmsu um járn og stál, um stálherslu, um stælingu þjala
og um póleringu á slídeigu járni. Tíundi kafli „hljóðar lítið um eðalsteina, enn-
fremur um nokkra steina, þó ómerkari. Í ellefta kafla er fjallað „um látún og
litarefni af ýmsu. Að lita úr farfa og indigó, rauðan lit að tilbúa, að lita rauðt
úr gulmöðru, grænt að lita úr heimölu og blöðruþangi, að lita lifrauðt, að lita
silki, að koncblettum, um fægingu málms og þá vefa skal hálfhring af hring-
ofnu vaðmáli.“ Tólfti kafli „hljóðar fyrst um gyllingu, um kalkjörð, um pott-
ösku, brennu af þangi úr sjó, um líms tilbúning.“ Í þrettánda kafla er því lýst
„að koma drukknuðum og helfrosnum til lífs, um helfrosna.“ Fjórtándi kafli
fjallar „um veiði á sel, laxi, silung og ál, veiðimannareglur.“
Í handritinu er mikill fræðaforði saman kominn og bíður rannsóknar.
Handrit Sveins Árnasonar. Letur að sauma í
bönd og linda.