Goðasteinn - 01.09.2016, Page 37
35
Ég er fæddur og alinn upp í sveit og bara í sveit gat ég hugsað mér að vera.
Þar höfðaði allt til mín. Þar var ég kunnugur öllu, þekkti allt, allt annað var
fjarlægt og vantaði öryggi. Ég lagði mig fram um að kynnast dýrunum og mér
fannst ég vera næmur á að sjá hvað í þeim bjó. Hvernig þau hugsuðu hvert og
eitt með ýmsum hætti og hvaða eiginleika þau höfðu. Hvernig maðurinn gat
notað sér þau hvert og eitt. Mjög fljótt fannst mér ekkert þeirra koma mér á
óvart. Ég var mjög ungur þegar ég heyrði föður minn furða sig á því hvernig
ég svo ungur þekkti gráu kindurnar þrjár, sem til voru á bænum, í sundur. Á
þessum tíma var til tík á bænum og sonur hennar og ég urðum mjög góðir
vinir. Við vorum oft á ferðalagi saman um næsta nágrenni, þá þurftum við að
fara yfir túngarðinn sem voru þrír strengir á. Ég lyfti upp neðsta strengnum
til að gera honum auðveldara að komast yfir og ég skynjaði vel að hann kunni
að meta það. Ég var einmitt með þessu að skoða viðbrögð hans. En hann fékk
ekki að vera, það var nóg að hafa einn hund, móður hans sem var svo vitur.
Óneitanlega urðu það mér mikil vonbrigði þegar hann fór. Seinna fór ég að
spyrja nýja húsbónda hans um hann, og það gekk eftir sem mér fannst þarna
smá krakka, hann var mjög tryggur húsbónda sínum svo hann hafði margar
sögur af hundinum að segja. Hvert sem húsbóndinn fór, hvort sem hann var
gangandi, ríðandi eða akandi á jeppanum sínum þá elti hundurinn. Einu sinni
þegar hann var orðin gamall, þá ákvað húsbóndinn að loka hann inni því bónd-
inn sem bjó undir Eyjafjöllum þurfti að fara út í Hvolsvöll sem er sennilega
minnsta kosti þrjátíu kílómetrar. Svo fór bóndinn inn í verslunina, sem nú er
Lappi
Grétar Haraldsson