Goðasteinn - 01.09.2016, Page 41
39
á réttann stað, bara af orðunum einum. Einu sinni sá sögumaður hann í vafa
hvert hann átti að fara. Lappi hoppaði upp úr þúfunum og grasinu nokkrum
sinnum til að sjá hver væri hvar. Svo tók hann stefnuna þangað sem honum
hafði verið sagt að fara. Hann virtist líka þekkja þá sem komu oft á bæinn og
alla bíla í nágrenninu, og gelti ekki að þeim. Ef komu ókunnugir bílar í hlaðið,
eða eitthvað var að gerast sem hann sá og þótti athygli vert heyrðu það allir af
gelti hans. Vinir fjölskyldunnar, sem komu oft á bæinn, skiptu um bíl. Þá gelti
Lappi, en vildi ekkert við fólkið vingast svo þegar hann sá hverjir komu út úr
bílunum, þó hann hefði alltaf tekið þessu fólki fagnandi. Það var eins og hann
skammaðist sín fyrir framkomuna. Er til siðferðisvitund hunda sem jafnvel
mennirnir ekki skilja í sínu samfélagi?
Á mannamót fór hann ekki oft, en ritari sá hann eitt sinn þar sem var margt
fólk samankomið vera að snuðra með nefið niður við jörð, svo rak hann trýnið
í fót á manni, leit upp og dinglaði skottinu vinalega. Þar var frændi bónda hans
sem Lappi hafði ekki séð mjög lengi, einhvern tímann löngu fyrr hafði þessi
maður komið á heimilið.
Ókunnug kona kom eitt sinn um miðja nótt og gerði ekki vart við sig fyrr
en við rúm húsbænda. Fyrsta sem sögumaður velti fyrir sér var hvernig hún
hefði komist framhjá Lappa. Á leiðinni úr bænum sá hann hvar hún hafði króað
hann af og var að reyna að ná sambandi við hann, það leyndi sér ekki í brosi
hans hvað hann var glaður þegar bóndinn kom og frelsaði hann frá þessum
ókunnuga gesti. Hversvegna hann beit ekki frá sér, er eina skýringin að honum
hafði verið bannað það. En konan sagði: ,,Þetta er bara það erfiðasta sem ég hef
komist í að ná sambandi við þennan hund, og fara framhjá honum“. Ókunnugir
urðu oft undrandi á hvernig hægt var að tala við hann, því öll samskipti voru í
orðum. „Þú bara talar við hann eins og mann“, sagði maður eitt sinn við mig.
Einu sinni var ungt barn, ókunnugur strákur, á bænum um stutt skeið. Hon-
um fannst áhugavert að stríða Lappa, þangað til hann fór að sýna tennurnar.
Þá varð að grípa inn í, ekki þýddi að banna stráknum, heldur varð að treysta
Lappa betur, og honum var gerð grein fyrir að hann mætti ekkert gera strákn-
um. Nokkru seinna bretti strákurinn upp erminni og ýtti berum handleggnum
að trýninu á hundinum. Þá var ekki hægt annað en skilja hvað vel mátti treysta
honum, hann lét sem hann sæi það ekki. En stundum virtist Lappi afbrýð-
issamur við börnin á bænum, eins og honum fyndist þau taka föður þeirra frá
honum. Nema ef þau voru í boltaleik, þá reyndi hann fyrir hvern mun að fá
að vera með, og lék sér á sama hátt og þau nema hann notaði trýnið eða beit í
boltann og hljóp með hann, fætur hans gátu ekki sparkað á sama hátt og þau.
Og ef eitthvað var farið af bæ á þeim bíl sem hann átti sér stað í, og von var til
Goðasteinn 2016