Goðasteinn - 01.09.2016, Page 41

Goðasteinn - 01.09.2016, Page 41
39 á réttann stað, bara af orðunum einum. Einu sinni sá sögumaður hann í vafa hvert hann átti að fara. Lappi hoppaði upp úr þúfunum og grasinu nokkrum sinnum til að sjá hver væri hvar. Svo tók hann stefnuna þangað sem honum hafði verið sagt að fara. Hann virtist líka þekkja þá sem komu oft á bæinn og alla bíla í nágrenninu, og gelti ekki að þeim. Ef komu ókunnugir bílar í hlaðið, eða eitthvað var að gerast sem hann sá og þótti athygli vert heyrðu það allir af gelti hans. Vinir fjölskyldunnar, sem komu oft á bæinn, skiptu um bíl. Þá gelti Lappi, en vildi ekkert við fólkið vingast svo þegar hann sá hverjir komu út úr bílunum, þó hann hefði alltaf tekið þessu fólki fagnandi. Það var eins og hann skammaðist sín fyrir framkomuna. Er til siðferðisvitund hunda sem jafnvel mennirnir ekki skilja í sínu samfélagi? Á mannamót fór hann ekki oft, en ritari sá hann eitt sinn þar sem var margt fólk samankomið vera að snuðra með nefið niður við jörð, svo rak hann trýnið í fót á manni, leit upp og dinglaði skottinu vinalega. Þar var frændi bónda hans sem Lappi hafði ekki séð mjög lengi, einhvern tímann löngu fyrr hafði þessi maður komið á heimilið. Ókunnug kona kom eitt sinn um miðja nótt og gerði ekki vart við sig fyrr en við rúm húsbænda. Fyrsta sem sögumaður velti fyrir sér var hvernig hún hefði komist framhjá Lappa. Á leiðinni úr bænum sá hann hvar hún hafði króað hann af og var að reyna að ná sambandi við hann, það leyndi sér ekki í brosi hans hvað hann var glaður þegar bóndinn kom og frelsaði hann frá þessum ókunnuga gesti. Hversvegna hann beit ekki frá sér, er eina skýringin að honum hafði verið bannað það. En konan sagði: ,,Þetta er bara það erfiðasta sem ég hef komist í að ná sambandi við þennan hund, og fara framhjá honum“. Ókunnugir urðu oft undrandi á hvernig hægt var að tala við hann, því öll samskipti voru í orðum. „Þú bara talar við hann eins og mann“, sagði maður eitt sinn við mig. Einu sinni var ungt barn, ókunnugur strákur, á bænum um stutt skeið. Hon- um fannst áhugavert að stríða Lappa, þangað til hann fór að sýna tennurnar. Þá varð að grípa inn í, ekki þýddi að banna stráknum, heldur varð að treysta Lappa betur, og honum var gerð grein fyrir að hann mætti ekkert gera strákn- um. Nokkru seinna bretti strákurinn upp erminni og ýtti berum handleggnum að trýninu á hundinum. Þá var ekki hægt annað en skilja hvað vel mátti treysta honum, hann lét sem hann sæi það ekki. En stundum virtist Lappi afbrýð- issamur við börnin á bænum, eins og honum fyndist þau taka föður þeirra frá honum. Nema ef þau voru í boltaleik, þá reyndi hann fyrir hvern mun að fá að vera með, og lék sér á sama hátt og þau nema hann notaði trýnið eða beit í boltann og hljóp með hann, fætur hans gátu ekki sparkað á sama hátt og þau. Og ef eitthvað var farið af bæ á þeim bíl sem hann átti sér stað í, og von var til Goðasteinn 2016
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.