Goðasteinn - 01.09.2016, Page 44
42
Goðasteinn 2016
snérist í hringi. Lappi tók það ráð sem hann hafði aldrei beitt fyrr, til að bjarga
sér, að hanga í öðru eyranu á nautinu sem var hamstola af hræðslu og sársauka,
það snerist í hring svo hratt að Lappi stóð beint út frá því. Svo sleppti hann en
hinum nautunum hafði greinilega brugðið og hörfuðu. Eftir stutta stund tók
sig út úr annar boli og réðist til atlögu, þegar við vorum komnir á leið með
gripina þangað sem þeir áttu að fara. En Lappi var búin að skilja það eina ráð
sem dugði. Sjáanlega líka orðinn mjög reiður. Með tilhlaupi stökk hann marg-
ar hæðir sínar í loft upp og beit sig fastann í halann. Þegar hann sveiflaðist
til og frá var ekki hægt annað en hlæja og hrífast af þessum ógnar krafti og
kjarki. Nautið hentist áfram og öll hjörðin hafði greinilega fengið nóg af sam-
skiptunum við hann. Eftir þetta kom hann til húsbónda síns og þóttist nú eiga
allskostar við þessa óboðnu gesti, en geðshræring var greinileg í huga hans.
Svo lagðist hann niður til að hvíla sig og gripirnir stefndu í rétta átt, þangað
sem þeir áttu að fara. Við róluðum á eftir og Lappi virtist meta mest að vera í
einhverskonar varðstöðu á milli mannsins og hjarðarinnar. Sum nautin fóru að
ganga út á hlið með lágu bauli lítandi til baka á þennan ókunnuga hund sem
þau vildu ekki trúa að væri öðruvísi en hundarnir heima. Æstu sig síðan upp
með dimmu öskri, kröfsuðu í jörðina og komu. Lappi stökk á stóru hausana
þeirra harðari en nokkru sinni fyrr. Nú var kjarkur þeirra líka búinn og þau
snéru við með skæru hræðsluhljóði eins hratt og þau gátu á eftir hinum sem
höfðu áður fengið nóg.
Þannig mætti halda áfram að segja frá. Væntingar í fyrstu samferð okkar
Lappa voru ekki til alls þess sem hann gerði. Sögumaður gat ekki látið sér
detta í hug að hvolpurinn í kassanum skildi seinna orð manna svo vel, yrði svo
góður þjónn og voldugur. Þeim hugsunum hvort bróðir hans skrautlegi sem
eigandi þeirra begga valdi í upphafi yrði betri, hefur verið svarað að mati rit-
ara, sem hefur séð kvikmynd þar sem húsbóndi hans notaði hann við að smala
kindum. Allt það hefði Lappi gert betur.
Svo kom að lokum hundsins kvöld, það er erfiðasti kafli þessarar sögu.
Bóndanum ber margt að gera sem hann vildi komast hjá. Lappi var orðinn
gamall og skapið hafði harðnað með aldrinum. Vinir alls fólksins á bænum
komu í heimsókn með ungan krakka, það var ekkert nýtt að Lappa félli ekki
við öll börn, enn hann hafði ekkert gert þeim fyrr. Í þetta sinn glefsaði hann
í barnið, sem þó ekkert sakaði. Samt var umsjónarmaður hans varaður við að
það gæti hlotist illt af ef slíkt kæmi fyrir aftur, þá var ekki nema ein leið, hann
var líka orðinn tólf ára.
Eftir á kom tómleikinn. Niðurbrotinn maður faldi sig bak við hús, enginn
valdi mér þetta oft erfiða hlutverk nema ég. Að vera bóndi.