Goðasteinn - 01.09.2016, Page 44

Goðasteinn - 01.09.2016, Page 44
42 Goðasteinn 2016 snérist í hringi. Lappi tók það ráð sem hann hafði aldrei beitt fyrr, til að bjarga sér, að hanga í öðru eyranu á nautinu sem var hamstola af hræðslu og sársauka, það snerist í hring svo hratt að Lappi stóð beint út frá því. Svo sleppti hann en hinum nautunum hafði greinilega brugðið og hörfuðu. Eftir stutta stund tók sig út úr annar boli og réðist til atlögu, þegar við vorum komnir á leið með gripina þangað sem þeir áttu að fara. En Lappi var búin að skilja það eina ráð sem dugði. Sjáanlega líka orðinn mjög reiður. Með tilhlaupi stökk hann marg- ar hæðir sínar í loft upp og beit sig fastann í halann. Þegar hann sveiflaðist til og frá var ekki hægt annað en hlæja og hrífast af þessum ógnar krafti og kjarki. Nautið hentist áfram og öll hjörðin hafði greinilega fengið nóg af sam- skiptunum við hann. Eftir þetta kom hann til húsbónda síns og þóttist nú eiga allskostar við þessa óboðnu gesti, en geðshræring var greinileg í huga hans. Svo lagðist hann niður til að hvíla sig og gripirnir stefndu í rétta átt, þangað sem þeir áttu að fara. Við róluðum á eftir og Lappi virtist meta mest að vera í einhverskonar varðstöðu á milli mannsins og hjarðarinnar. Sum nautin fóru að ganga út á hlið með lágu bauli lítandi til baka á þennan ókunnuga hund sem þau vildu ekki trúa að væri öðruvísi en hundarnir heima. Æstu sig síðan upp með dimmu öskri, kröfsuðu í jörðina og komu. Lappi stökk á stóru hausana þeirra harðari en nokkru sinni fyrr. Nú var kjarkur þeirra líka búinn og þau snéru við með skæru hræðsluhljóði eins hratt og þau gátu á eftir hinum sem höfðu áður fengið nóg. Þannig mætti halda áfram að segja frá. Væntingar í fyrstu samferð okkar Lappa voru ekki til alls þess sem hann gerði. Sögumaður gat ekki látið sér detta í hug að hvolpurinn í kassanum skildi seinna orð manna svo vel, yrði svo góður þjónn og voldugur. Þeim hugsunum hvort bróðir hans skrautlegi sem eigandi þeirra begga valdi í upphafi yrði betri, hefur verið svarað að mati rit- ara, sem hefur séð kvikmynd þar sem húsbóndi hans notaði hann við að smala kindum. Allt það hefði Lappi gert betur. Svo kom að lokum hundsins kvöld, það er erfiðasti kafli þessarar sögu. Bóndanum ber margt að gera sem hann vildi komast hjá. Lappi var orðinn gamall og skapið hafði harðnað með aldrinum. Vinir alls fólksins á bænum komu í heimsókn með ungan krakka, það var ekkert nýtt að Lappa félli ekki við öll börn, enn hann hafði ekkert gert þeim fyrr. Í þetta sinn glefsaði hann í barnið, sem þó ekkert sakaði. Samt var umsjónarmaður hans varaður við að það gæti hlotist illt af ef slíkt kæmi fyrir aftur, þá var ekki nema ein leið, hann var líka orðinn tólf ára. Eftir á kom tómleikinn. Niðurbrotinn maður faldi sig bak við hús, enginn valdi mér þetta oft erfiða hlutverk nema ég. Að vera bóndi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.