Goðasteinn - 01.09.2016, Page 46
44
Sighvatur Einarsson bóndi í Skálakoti undir Eyjafjöllum (1760 -1846) var
annar mesti eljuskrifari Rangæinga um aldamótin 1800. Hinn var Þorsteinn
Halldórsson bóndi í Skarfanesi í Landsveit. Ég gerði grein fyrir Sighvati og
verkum hans í tímaritinu Goðasteinn fyrir árin 1982 - 83, bls. 3-34 og þó
margt áhugavert ósagt. Niðji Sighvats, Jón Vigfússon frá Önundarholti í Flóa,
gaf Byggðasafninu í Skógum árið 1981 handrit skrifað af Sighvati á árunum
1815 til 1827, 134 bls., stærð 18 x 14,5 cm. Ritað er með settletri til mestra
muna, fljótaskrift bregður fyrir. Handritið er með nokkrum rakaskemmdum og
þarfnast viðgerðar. Efni er sem hér segir: 1. Saga af Þorgilsi Örrabeinsfóstra
og Flóamönnum, 2. Sagan af Jóni Svipdagssyni, sem kallaðist Þjalar-Jón, og
Eiríki Vilhjálmssyni er nefndist hinn forvitni. 3. Fóstbræðra saga, „útdregin
sem nákvæmast orðið hefur úr Sögu Ólafs kóngs Haraldssonar hins helga.“
Byrjað er að skrifa Flóamanna sögu „28. janúari, endað 10. febrúari 1815.“
Flóamanna saga var óprentuð er hér var komið sögu. Hún var til í tveimur
gerðum, lengri og stlyttri. Það er sú styttri sem haldist hefur heil til nútíma.
Fyrsta útgáfa sögunnar var gerð í Lepzig í Þýskalandi 1860. Síðan hafa
nokkrar útgáfur séð dagsins ljós. Þar ber að vonum hæst útgáfu Hins íslenska
fornritafélags 1991. Bjarni Vilhjálmsson og Þórhallur Vilmundarson gerðu hana
úr garði.
Flóamanna saga var skráð í hið mikla sagnahandrit Jóns Hákonarsonar í
Flóamanna saga
og Sighvatur í Skálakoti
Þórður Tómasson