Goðasteinn - 01.09.2016, Side 48
46
Goðasteinn 2016
spurðist ekki til síðan, ok vetri síðar kom út Þorgrímur örrabeinn í Knarrarsundi;
hann var Þormóðsson; hans móðir var Þuríðr Ketilbjarnardóttir at Mosfelli.
Þorgrímr var hraustmenni mikit. Hann var í Traðarholti um vetrinn með
Þórunni, ok var henni it mesta traust at honum, ok líkaði henni vel við hann
ok bað hann með sér dveljast ok ráða sjálfan kaupi. Hann kvaðst þat vilja ok
mælti til samfara við hana, kvaðst elligar ekki þar vera mundu hjá henni, nema
hon giptist honum. Hon hugsar þetta með ráði vina sinna ok frænda; þat var
þrem vetrum síðar..., því at hon vildi reynast hugum við hann ok skap sitt. Þá er
þrír vetr váru liðnir, fekk hann Þórunnar, ok váru samfarir góðar þeira í milli.
Þorgrímr þótti inn mesti garpr ok heldr ódæll. Hafði hann verit víkingr, ok víða
af því örróttr, og af því var hann kallaður örrabeinn, en Þorgils, stjúpson hans,
var kallaðr Örrabeinsstjúpr. Þorgrímur var góðr forstjóri heraðsins. Hann var
vel til Þórunnar ok sonar hennar, Þorgils. Þar stóð mikið fé saman, er þau áttu
öll.
Sambærilegur kafli í handriti Sighvats er á þessa leið:
Þorgils hét son þeirra og var þá tvævetr. Eftir það fór Þórður utan og
hefur aldrei verið þess skips spurt síðan. En vetri síðar kom út Þorgrímur
Örrabein. Hann var hraustmenni mikið. Hann var í Traðarholti um
veturinn með Þórunni og var henni hið mesta traust að honum. Líkaði
henni vel til hans og bað hann með sér vera og ráða sjálfur kaupi en hann
mæltist til samfara við hana, ella myndi hann þar ei dveljast. Hún hugsar
þetta með ráði vina sinna. Einum vetri síðar fékk hann hennar og voru
samfarir góðar. Hann var enn mesti garpur og heldur auðsæll. Hann hafði
verið í hernaði hinn fyrsta hlut ævi sinnar og var mjög öróttur og því var
hann kallaður Örrabeinn og Þorgils stjúpsonur hans Örrabeinsfóstri.
Niðurlag Flóamanna sögu í Vatnshyrnugerð útgáfunnar frá 1991 er á þessa
leið:
Börn þeirra Þorgils ok Helgu váru þau Grímr glömmuðr, Illhugi ok Þórðr.
Þorlákr byskup var Þórhalls son. Móðir hans var Eyvör; móðir Eyvarar var
Jórunn, dóttir Þorgils Örrabeinsstjúps ok Helgu. Oddr hét son þeira; hann var
faðir Gizurar, föður Gríms, föður Guðlaugar, móður Jörundar byskups. Sonr
Gríms glammaðar Þorgilssonar var Ingjaldr, faðir Gríms, föður Einars, föður
Hallkötlu, móður Steinunnar, móður Herdísar, móður Bjarnar, föður Gizurar
galla, föður Hákonar, föður Jóns.