Goðasteinn - 01.09.2016, Page 51
49
Goðasteinn 2016
greiningar frá öðrum Gerðum frænkum sem reyndust allmargar, en Þorgerður
ávann sér titilinn með því að passa mig og annast mjög ungan. Prufukeyrslan
fór saman við ferð foreldra minna, akandi, ríðandi og fótgangandi að Skafta-
felli, ásamt Óskari bróður pabba og Ingibjörgu konu hans, en að Skaftafelli bjó
Ingigerður systir þeirra.
Á þessum árum þótti ekki annað við hæfi en senda ungmennin í kaupstöð-
unum í sveit á sumrin (frá því snemma í maí fram í september). Það þurfti að
koma þeim burt af eirðarleysinu á mölinni, burt frá rykinum af umferðinni á
malargötunum í heilnæma loftið í sveitinni, burt frá sollinum í kaupstöðunum
í heilbrigða lífshætti í sveitinni, fara í sveitina til að gera gagn, til starfa í stað
iðjuleysis, ganga til hefðbundinna verka sem foreldrar þeirra og forfeður og
formæður höfðu stundað hvert fram af öðru, kynnast sveitamenningunni, sem
var hin íslenska menning, hrein og sönn. Hvert vor þyrptust strákar og stelpur
úr kaupstöðunum í sveitina, oft til ættingja, því þeir sem í kaupstað bjuggu
voru langflestir upprunnir úr sveit og margir höfðu alist þar upp, eins og faðir
minn hafði gert, sá eini tíu systkina sem setti sig aldrei niður í sveit.
Þarna var ég sem sagt mættur til verka og mennta fyrst 8 ára gamall og það
var á bæjarhellunni sem við Runólfur tókum tal að morgni dags og ég bar fram
Anna Stefánsdóttir Runólfur Þorsteinsson