Goðasteinn - 01.09.2016, Page 53
51
Goðasteinn 2016
Þetta fyrsta sumar mitt á Berustöðum var í gamla tímanum að mestu leyti.
Það var engin vélmenning, hún kom seinna. Það var ekki rafmagn. Allir
búskaparhættir voru með gamla laginu. Það var hesturinn og maðurinn sjálfur
sem lagði fram aflið til allra hluta. Túnið var slegið með hestaslátturvél, síðan
tók við þurrkun heysins, og heimflutningur í hlöðu. Það þurfti að snúa heyinu
til þess að þurrka það. Það var gengið á flekkina maður og kona hver eftir ann-
an í röð og hrífan notuð til þess að bylta heyinu. Ég komst fljótt upp á lag með
handbragðið og gekk í verkið með öðrum heimilismönnum. Það var gaman að
læra eitthvað nýtt og ná valdi á því. Ef leit út fyrir rigningu var heyinu rakað
saman í hauga, drýli ef heyið var frekar blautt og dreift aftur seinna annars í sæti
(sátur), sem breytt var yfir með strigastykki. Svo þurfti að koma heyinu heim
í hlöðu. Flötu heyinu
var fyrst rakað saman
í garða eða múga. Til
þess var notuð hest-
dregin rakstrarvél. Rétt
eins og á sláttuvélinni
sat stjórnandi á tækinu
með tauma af drátt-
arhrossinu í höndum til
þess að stjórna því og
lappirnar á pedölum til
að stjórna einni athöfn
eða svo, á rakstrarvél-
inni niður með tindana
til að raka, upp til þess
að sleppa rakstrinum. Á heimatúninu var heyinu úr múgunum og sátunum
síðan mokað með kvísl upp á heyvagn sem var hestdreginn milli múga eða sát-
anna og heim að hlöðu þar sem mannaflið tók við enn og aftur, þegar heyinu
var mokað inn í hlöðuna. Engjarnar voru enn meira ævintýri. Þær voru gras-
blettir um það bil fjóra kílómetra frá bænum og þangað lá ekki hestvagnfær
leið bara hestabraut. Mest af því sem þar var heyjað var úthey sem svo var
nefnt. Það nefndist svo vegna þess að ekki var borinn áburður á þessa bletti og
heyið því rýrara. Það var ætlað fénu og hestunum. Sláttur, snúningur og rakstur
var með sama hætti og á heimatúni, en svo tók við öðruvísi viðfangsefni. Það
var gengið á múgana og saxað í fang með hrífunni, en fang var það heymagn
sem ná mátti utan um með léttum hætti með hrífunni í annarri hendi og hinni
til að styðja við það. Þessu var safnað í sátur, sem síðan var brugðið böndum á,
Trausti bindur bagga