Goðasteinn - 01.09.2016, Page 54
52
þau nefndust reipi og komu af háa-
loftinu á bænum, tveir kaðlar með
þverreipi milli sín, sem nefndur
var sili, á öðrum enda reipanna
og hagldir sem svo hétu á endum
beggja reipa þeim megin. Hagldir
voru lítil stykki með tveimur göt-
um hvor sem þræða mátti reipin í
gegnum. Flest reipin voru fléttuð
úr hrosshári og hagldirnar tálgaðar
úr horni eða tré. Eftir því sem mér
var seinna sagt var það hlutverk
Þorsteins afa míns að sjá um reipin
eftir að hann hætti búsforráðum og
þar til hann lést, fimm árum áður
en ég fór í sveit á bænum. Kannske
voru þetta því handarverkin hans.
Reipum var komið á sátuna, henni
lyft til að bregða þeim undir hana
og umkring og í hagldirnar en svo
vikið hvoru um sig til hliðanna og
brugðið undir og umhverfis svo að
draga mætti í gegnum hagldirnar og herða að þangað til hnýtt var. Þetta var
tveggja manna verk. Annar stjórnaði verki, stjórnaði reipinu og hnýtti. Hinn
hélt við sem kallað var, nefnilega að sjá til þess að ekki raknaði til baka meðan
bindingarmaðurinn sleppti taki til að ná nýju átaki. Allt frá fyrsta sumri var
mér falið að halda við. Þegar baggarnir höfðu verið hnýttir tók við að koma
þeim heim á bæ. Gerð var lest hesta, kannske svona tíu eða svo, beislistaumi
eins var hnýtt í tagl þess sem framar var. Þannig myndaðist röð hesta sem einn
maður gat teymt. Á hverjum hesti var klifberi. Það var bogdreginn hnallur úr
tré með tveimur undirstöðum. Boginn lá yfir bak hestsins og undirstöðurnar
hvíldu sinn hvorum megin hryggjar á reiðingi sem voru ristar og tilskornar
torfur úr gömlum mýrarjarðvegi. Sinn hvoru megin á klifberanum voru tveir
pinnar svonefndir klakkar. Á þá voru baggarnir hengdir, tveir á hvern hest,
einn hvoru megin. Baggarnir þurftu að vera nálægt því jafnþungir svo að ekki
hallaðist á eða snaraðist yfir. Svona lestir voru teymdar af engjunum heim að
bæ, böggum velt inn í hlöðu og leyst úr þeim. Það var gaman að taka þátt í
þessu. Engjasláttur bar með sér að vinnufólkið var daglangt að heiman og
Afi Þorsteinn og Kjartan
Goðasteinn 2016