Goðasteinn - 01.09.2016, Blaðsíða 60
58
Goðasteinn 2016
gamli var glensfullur og oft með gamanyrði á vörum. Hann tálgaði laglega út
trékalla, kindur, hunda og fleira sem hann var óspar á að gefa okkur, svo ekki
skorti á vinsældir hans í okkar hópi.
Bærinn í Árnagerði var burstabær með tvö járnklædd timburþil fram á hlað-
ið. Beggja vegna bæjarhússins voru útihús, skemma og smiðja vestan við en
hlaða og fjós að austan. Öll voru þessi hús samhliða og hlaðnir veggir milli
útihúsa. Húsin voru byggð sunnan í bæjarhólinn, þannig að gengt var nær af
jafnsléttu fram um sundin milli húsþakanna, en svo sem axlarhæð þaðan niður
á stéttina framan við húsin.
Þegar svo við bættist að umhverfis bæinn voru fleiri útihús, svo sem hesthús,
hænsnakofi, reykkofi og þurrkhjallur og þar að auki gömul og gróin garðabrot,
mishá og víðast hærri að utanverðu en innan, þá voru þarna hinar ákjósanleg-
ustu aðstæður til margs konar feluleikja og eltingaleikja fyrir barnahópinn.
Þetta var líka óspart notað, bæði um bjarta daga og í rökkri á kvöldin. Ekki
spillti heldur að skammt norður af bænum var lítil tjörn og úr henni rann lítill
Á kirkjutröppum á Breiðabólstað. Efri röð f.v. Sigrún Magnúsdóttir, Árnagerði, Solveig
Magnúsdóttir, Árnagerði, Árni Björnsson, sonur Kristínar Jensdóttur frá Árnagerði, Ragn-
hildur Sveinbjarnardóttir, Breiðabólstað, Birna Björnsdóttir, systir Árna. Neðri röð f.v.: Eið-
ur Magnússon, Árnagerði, bókarhöfundur og Steinar Magnússon, Árnagerði.