Goðasteinn - 01.09.2016, Page 61
59
Goðasteinn 2016
lækur austan við fjósið og undir kálgarðsveggnum fram í gegnum túnið. Aldrei
man ég að húsráðendur hafi dregið úr okkur, hvað þá hastað á okkur, þegar
sem mest var ólmast um hlöð og húsasund og jafnvel uppi á þökum.
Úr því að minnst var á lækinn verð ég að geta þess, að í þennan tíma var enn
sá forni háttur á hafður í Árnagerði að vetrinum, að leysa út kýrnar og brynna
þeim í læknum tvisvar á dag, nær því hvernig sem viðraði. Þegar frostakaflar
komu var stundum ærið verk að brjóta vök á lækinn í þessu skyni. Þegar kýrn-
ar tróðust að vökinni til að slökkva þorstann, kom fyrir að ein og ein lenti út á
ísinn. Síðan stendur mér ætíð ljóst fyrir sjónum hvað átt er við þegar sagt er að
einhver sé „eins og belja á svelli“.
Á Breiðabólstað var um þetta leyti komin vatnsleiðsla í fjósið og var látið
renna í stóra trétunnu, en úr henni borið vatn í blikkfötum til kúnna í bæði mál.
Var það að vísu einnig drjúg vinna og tafsöm.
Útileikir okkar voru helst síðastaleikur, risaleikur, útilegumannaleikur,
fallin spýta og svo komu einnig til boltaleikir eins og slagbolti og yfir. Fleiri
boltakúnstir og parísarhopp bárust í sveitina með sumardvalarbörnum úr þétt-
býlinu, en aldrei eignuðumst við þessa stærri bolta sem notaðir eru í vinsælustu
knattleikjum nútímans.
Sjaldan gerðist það að uppkomið eða fullorðið fólk tæki þátt í leikjum okkar.
Þó kom það fyrir, ég held helst í blíðviðri á sunnudagseftirmiðdögum, að faðir
minn stefndi öllu heimilisfólkinu niður fyrir hlaðbrekkuna á Breiðabólstað og
skipti liði í slagbolta. Var að þessu mikil skemmtun bæði fyrir börn og full-
orðna og svigrúm gott fyrir ærslin þarna á ofanverðu austurtúninu. Nágranna-
börnin gengu að sjálfsögðu í þennan leik með okkur, enda í sama túninu að
segja má.
Aðrir leikir sem við stunduðum voru ýmiss konar þykjustuleikir þar sem
búskaparstörf og húsdýrin voru fyrirmyndirnar. Lékum við þá jöfnum hönd-
um fólk og fénað og vorum sjálf í hlutverkunum, stundum án þess að blanda
nokkrum leikföngum í spilið. Við gátum breytt okkur í hrossastóð eða fjár-
hjörð þar sem stærri börnin voru fullorðna féð en minni börnin lömbin. Við
lifðum okkur svo gagngert inn í þessi hlutverk að maður upplifði umhverfið
allt með skynfærum þessara dýra, ─ eða reyndi það að minnsta kosti með hjálp
ímyndunaraflsins. Það lærðist að sjálfsögðu ýmislegt um gang lífsins með því
að líkja þannig eftir fyrirbærum náttúrunnar og kvikfénaðarins sem mótaði til
muna okkar daglega líf í sveitinni.
Að vetrinum gafst oft skautafæri og var það óspart notað, ekki síst á tungl-
skinsbjörtum kvöldum. Næst var þá tjörnin í Árnagerði, en einnig var oft farið
niður á Sámsstaðaveitu þar sem meira undanfæri var ─ eða á tjörn sem stund-