Goðasteinn - 01.09.2016, Page 64

Goðasteinn - 01.09.2016, Page 64
62 Goðasteinn 2016 reynt var að styrkja varnir. Og svo gerðu sumar þeirra sér lítið fyrir og stukku yfir girðinguna eins og ekkert væri, en þær voru sem betur fer fáar, sem slíkum íþróttum voru búnar. Alltaf skyldu þetta vera sömu skepnurnar sem við var að eiga. Það verður að viðurkennast að okkur var ekki beinlínis hlýtt til þeirra, svo miklu sem þær spilltu af frelsi okkar og tíma til leikja, að viðbættu því amstri og erfiði sem á okkur var lagt af þeirra völdum. Við leituðum ýmissa ráða til að hrinda ágengni þeirra af höndum, en allt kom fyrir ekki. Við rákum þær inn fyrir Þvergil, inn í Gráhóla og jafnvel norður fyrir haga- girðinguna við Þórunúpsgil, en ævinlega voru þær komnar aftur, ef ekki sam- dægurs, þá morguninn eftir. Við hröktum þær niður úr illfærum klettum og skriðum í gilinu, og upp úr því hinum megin, svo að þær blésu eins og smiðjubelgir af áreynslunni. Við rákum þær fram undir túngarða á Núpi, þar sem við töldum að þær ættu flestar heima. En þær virtust ekki hafa minnsta áhuga á að læðast þar í túnið! Háa kots - túnið skyldi það vera. Þvílíkur sauðþrái! Við reyndum að þráast á móti. Stugguðum þeim norður á Holtið skamman veg, földum okkur undir brekkubrúninni ofan við girðinguna, gerðum þeim bylt við þegar þær hugðust sækja í túnið aftur og þannig aftur og aftur jafnvel klukkustundum saman. Þóttumst ætla að venja úr þeim þrjóskuna, ─ óvitandi um að við ofjarl væri að etja. En lærðum okkar lexíu og urðum að sjálfsögðu að láta í minni pokann. Ekki má alveg gleyma hlöðuleikjunum um sláttinn. Það hét að leysa úr eða hlaða úr þegar baggarnir voru komnir inn í hlöðuna og böndin tekin af þeim. Heyinu var svo dreift lausu um hlöðuna og smáhækkaði í, eftir því sem meira var hirt. Það var vinsæl íþrótt barnanna að stökkva niður úr baggagatinu og kútveltast í ilmandi heyinu. Þurfti nokkurn kjark til ef hátt var niður í heyið, ekki síst ef heljarstökk taldist nauðsynlegt til að halda til jafns við eldri leik- félaga. Kom sér að lendingin var mjúk, enda minnist ég þess ekki að neinn hafi slasast í þessum loftfimleikum. Baggastæður, sem söfnuðust við hlöðugatið, voru líka freistandi til feluleikja, en kannski ekki vel séð, að um þær væri skriðið og á þeim troðið, jafnvel svo að losnaði um bönd og dreifar mynduðust utan hlöðudyra. Nýslegið eða hálfþurrt hey var líka tilvalið byggingarefni í virkisveggi og turna eða réttir og húsagarða. En skammær varð aldur slíkra mannvirkja og betra að jafna vel úr þeim aftur, til að tefja ekki fyrir þurrkun heysins. Veiðiskapur í Flókastaðaánni var snar þáttur í leikjum okkar. Áin er raunar lækur sem oft getur orðið vatnslítill í þurrkatíð. En getur líka orðið að belj-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.