Goðasteinn - 01.09.2016, Side 65
63
Goðasteinn 2016
andi, kolmorauðri óhemju í stórrigningum og leysingum. Sums staðar liggur
vatnið í þröngum stokk milli grasbakka, annars staðar eru misdjúpir hyljir
með malargrynningum á milli. Þegar kemur upp í gilið, sem er alldjúpt og vítt
með þverbröttum hömrum og skriðukeilum, verður lækurinn stórgrýttur og
smeygir sér hér og hvar á milli bjarga og um klettaskorur og fláa í fallegum
smáfossum.
Krummi gerði sér laup þarna í klettunum á hverju vori og var aðallega um
tvö hreiðurstæði að gera, sitt hvorum megin í gilinu. Munu sumir hafa talið
spásögn um ríkjandi veðurátt næstu vikur eða mánuði felast í vali krumma á
hreiðurstæðinu. Vissara var að fylgjast með aðförum krumma meðan hann átti
egg eða unga í laup sínum, þegar við áttum leið um gilið. Enda var nú varla
annað hægt, svo úfinn og heimaríkur sem hann gerðist við þær aðstæður ─
og jafnvel hættulegur. Það kom iðulega fyrir að hann tók smástein í klærnar
og sleppti honum um leið og hann flaug yfir. Var þetta greinilega gert í því
skyni að hræða hina óboðnu gesti á burt. Sem betur fer voru þessar loftárásir
ekki studdar nákvæmum miðunarbúnaði og lentu skeytin því oftast langt frá
okkur.
En óneitanlega hlaut maður að bera talsverða virðingu fyrir þessari hernað-
arlist krumma eins og fleiri úthugsuðum bellibrögðum hans sem alkunn eru.
Þrátt fyrir þessar aðfarir krumma og aðra áhættu sem fylgdi klifri okkar og
könnun nýrra leiða, bjó gilið yfir svo sterku aðdráttarafli að fyrirmæli og for-
boð hinna fullorðnu gleymdust einatt. Það leiddi eitt sinn til þess að við Hilmar
Elíasson frændi minn, þremur árum yngri, komum okkur í slíka sjálfheldu á
klettasyllu nokkurri að þar urðum við að híma hátt í tvær klukkustundir og
komumst hvorki upp né þorðum að reyna niðurgöngu. Þar kom þó að örvænt-
ingin knúði okkur til að reyna að fikra okkur niður allt að ókleifum stalli, en
þaðan var ekki um annað að gera en að láta sig falla niður í bratta skriðu neðan
undir. Var hún sem betur fór það laus og fíngerð að við sluppum með minni
háttar skrámur og marbletti við að kútveltast þar niður allmarga faðma niður
undir læk. Létum við þetta okkur að kenningu verða ─ og jókst bæði gætni og
lofthræðsla eftir þetta.
Það var raunar, um nokkurt skeið, fleira að varast þarna í gilinu. Þetta var á
bannárunum svonefndu og höfðu bruggarar úr nágrenninu um hríð bækistöðv-
ar í hellisskúta í gilinu. Var þeim skiljanlega ekkert gefið um að krakkar væru
með nefið ofan í þeirra málum og héldu okkur í hæfilegri fjarlægð eftir því
sem kostur var.
Það varð auðvitað til þess að æsa upp forvitni okkar og leiddi til hrollvekj-
andi njósnaferða um gilbrúnir og klettaskorur. Tókst okkur yfirleitt að fara