Goðasteinn - 01.09.2016, Side 65

Goðasteinn - 01.09.2016, Side 65
63 Goðasteinn 2016 andi, kolmorauðri óhemju í stórrigningum og leysingum. Sums staðar liggur vatnið í þröngum stokk milli grasbakka, annars staðar eru misdjúpir hyljir með malargrynningum á milli. Þegar kemur upp í gilið, sem er alldjúpt og vítt með þverbröttum hömrum og skriðukeilum, verður lækurinn stórgrýttur og smeygir sér hér og hvar á milli bjarga og um klettaskorur og fláa í fallegum smáfossum. Krummi gerði sér laup þarna í klettunum á hverju vori og var aðallega um tvö hreiðurstæði að gera, sitt hvorum megin í gilinu. Munu sumir hafa talið spásögn um ríkjandi veðurátt næstu vikur eða mánuði felast í vali krumma á hreiðurstæðinu. Vissara var að fylgjast með aðförum krumma meðan hann átti egg eða unga í laup sínum, þegar við áttum leið um gilið. Enda var nú varla annað hægt, svo úfinn og heimaríkur sem hann gerðist við þær aðstæður ─ og jafnvel hættulegur. Það kom iðulega fyrir að hann tók smástein í klærnar og sleppti honum um leið og hann flaug yfir. Var þetta greinilega gert í því skyni að hræða hina óboðnu gesti á burt. Sem betur fer voru þessar loftárásir ekki studdar nákvæmum miðunarbúnaði og lentu skeytin því oftast langt frá okkur. En óneitanlega hlaut maður að bera talsverða virðingu fyrir þessari hernað- arlist krumma eins og fleiri úthugsuðum bellibrögðum hans sem alkunn eru. Þrátt fyrir þessar aðfarir krumma og aðra áhættu sem fylgdi klifri okkar og könnun nýrra leiða, bjó gilið yfir svo sterku aðdráttarafli að fyrirmæli og for- boð hinna fullorðnu gleymdust einatt. Það leiddi eitt sinn til þess að við Hilmar Elíasson frændi minn, þremur árum yngri, komum okkur í slíka sjálfheldu á klettasyllu nokkurri að þar urðum við að híma hátt í tvær klukkustundir og komumst hvorki upp né þorðum að reyna niðurgöngu. Þar kom þó að örvænt- ingin knúði okkur til að reyna að fikra okkur niður allt að ókleifum stalli, en þaðan var ekki um annað að gera en að láta sig falla niður í bratta skriðu neðan undir. Var hún sem betur fór það laus og fíngerð að við sluppum með minni háttar skrámur og marbletti við að kútveltast þar niður allmarga faðma niður undir læk. Létum við þetta okkur að kenningu verða ─ og jókst bæði gætni og lofthræðsla eftir þetta. Það var raunar, um nokkurt skeið, fleira að varast þarna í gilinu. Þetta var á bannárunum svonefndu og höfðu bruggarar úr nágrenninu um hríð bækistöðv- ar í hellisskúta í gilinu. Var þeim skiljanlega ekkert gefið um að krakkar væru með nefið ofan í þeirra málum og héldu okkur í hæfilegri fjarlægð eftir því sem kostur var. Það varð auðvitað til þess að æsa upp forvitni okkar og leiddi til hrollvekj- andi njósnaferða um gilbrúnir og klettaskorur. Tókst okkur yfirleitt að fara
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.