Goðasteinn - 01.09.2016, Síða 66
64
Goðasteinn 2016
Það hríslaðist um mann einhver ólýsanleg tilfinning þegar kippt var í hinn
enda færisins. Maður var óvænt og skyndilega kominn í samband við einhverja
ósýnilega og óþekkta lífveru þarna niðri í vatninu eða undir bakkanum. Og ef
þessir kippir héldu áfram og tekið var á móti þegar farið var að draga færið
upp, þá jókst spennan og eftirvæntingin. Var þetta smátittur eða stór fiskur?
Það lærðist nú fljótt að greina það af átökunum, en aldrei samt að vita hvað upp
kæmi fyrr en það kom í sjónmál í vatnsborðinu.
Þarna voru nú mest smámurtar eða lækjarlontur, rétt svona handa kettinum
eða í hænsnamatinn. Þó kom fyrir að við fengum þarna æta fiska svona eins
til tveggja punda, og jafnvel stærri, ef farið var niður í ós þar sem lækurinn féll
í Þverá. Þar endaði lækurinn í djúpum kíl og stórum og djúpum hyl þar sem
Ásdís á Flókastöðum, Odda í Kotinu, Stína í Miðkoti, óþekkt, Helga á Grjótá, Ragnhildur (Lilla)
á Breiðabólstað, Anna á Torfastöðum, Þóra í Húsinu, Katrín móðir hennar, líklega Sigrún Run-
ólfsdóttir, Inga í Húsinu, Halldór faðir hennar, Ásdís í Teigi, Ásta í Litla-Kollabæ, Bóel í Mið-
koti og Guðni í Teigi. Í bílgluggum, Guðrún Hulda (Dúna) á Kirkjulæk, Óskar á Torfastöðum
og Sváfnir á Breiðabólstað. Fremst á bílþaki er Þórarinn á Torfastöðum en hinir tveir eru
óþekktir.
huldu höfði í þeim ferðum, en eitt sinn skall þó hurð nærri hælum og áttum við
fótum fjör að launa að eigin dómi. En það er önnur saga.
Veiðiferð með Dísu á Flókastöðum
En það voru veiðibrögðin í læknum sem ætlunin var að segja frá. Veið-
arfærin voru af einföldustu gerð, lítill öngull í bandspotta bundinn um prikstúf.
Oftast beitt með ánamaðki. Ótaldar voru þær stundir margan sumardaginn og
fram á haust, sem við vorum að sniglast með læknum, ─ og þá helst þegar
vætusamt var og frátök við heyannir. Mér finnst raunar að veiðibúningurinn
hafi yfirleitt verið regnkápa, sjóhattur og gúmmístígvél.
Dugði þessi búnaður þó sjaldnast til að verjast vætunni, hvort heldur var
úr loftinu eða læknum. Og oft varð manni kalt á höndum og fótum við þessa
iðju, en fyrir því fannst ekki svo mjög þegar veiðihugurinn var í algleymingi.