Goðasteinn - 01.09.2016, Page 69
67
Þegar kvíslum Markarfljóts sem runnið höfðu fram milli Stórudímonar og
Háamúla í Fljótshlíð hafði verið veitt í aðalfarveg fljótsins, sem lokið var á
árinu 1946, friðuðust fyrir ágangi jökulvatnsins, mikil landsvæði í farvegum
þeirra, sem nú hafa gróið upp að meira eða minna leyti. Þarna hafði fljótið
verið að flæða yfir og brjóta niður grasi vaxið land og breyta því í gróðurlausan
aur á umliðnum öldum. En þegar þetta vatn var komið í einn farveg og rann
fram undir brúna við Litludímon, varð miklu meiri hætta á að fljótið bryti
niður og flæddi yfir graslendi á þeirri leið, sem það átti eftir að fara til sjávar.
Áður hafði það losnað við mikið vatn sem fór í farvegi þessa, það er Þverá,
Affall og Ála, sérstaklega í mestu vatnavöxtum.
Vestan megin voru það Hólmabæirnir sem hlutu að verða fyrir miklum
áföllum ef ekki yrðu gerðir garðar þeim til varnar. Þar var grasi gróið flatlendi
sem fljótið hlaut að renna meðfram, alveg óvarið alla leiðina til sjávar. Þetta
land var að mestum hluta mjög auðvelt til niðurbrots fyrir fljótið, eins og það
mundi verða þarna.
Austan megin þurfti líka að gera mikið af varnargörðum að meiri hluta til
varnar vegum. Ráðamönnum sem réðu yfir fjármálum ríkisins hefur sennilega
ekki litist á að þurfa að fjármagna byggingu varnargarða allsstaðar þar sem
fljótið færi að eyða grónu landi á þessu svæði og keyptu þess vegna jarðirnar
Brúnir og Tjarnir í Vestur-Eyjafjallahreppi sem voru um þessar mundir að fara
í eyði, vegna þess að meiriháttar jökulvötn voru beggja megin þessara bæja,
Varnir gegn landbroti
Markarfljóts
Guðjón Ólafsson, Syðstu-Mörk