Goðasteinn - 01.09.2016, Page 74

Goðasteinn - 01.09.2016, Page 74
72 Goðasteinn 2016 mikla vatni hafi beinlínis verið veitt á land þessara jarða og þar með Vestur- Eyjafjallahrepp. Þar voru þingmennirnir Þorsteinn Pálsson og Árni Johnsen. Ég gat ekki fundið að þeir hefðu verið búnir að hugsa málið á þann hátt sem ég lagði það fyrir, en þeir tóku þessu samt vel. Á árinu 1982 var Magnús Finnbogason bóndi á Lágafelli kosinn hrepps- nefndaroddviti í Austur-Landeyjahreppi. Hann fór fljótt að vinna að þessu máli, enda sá hann hættuna á því að fljótið færi að renna út í Landeyjar í stórum stíl, ef ekkert yrði að gert. Eftir þetta fórum við Magnús báðir að tala fyrir málinu þar sem færi gafst. Þá fóru líka hreppsnefndirnar í þessum hreppum báðum að ræða þessi mál og gera ályktanir um áskorun til Alþingis, að leggja fram fjármagn til að gera varnargarða fyrir landi þessara jarða. Þá kom bæjarstjórn Vestmannaeyja fljót- lega til liðs við okkur, á þeim forsendum að vatnslögn þeirra gæti orðið fyrir skakkaföllum ef fljótið bryti sér leið út í Álafarveg. Þá fóru líka þingmenn kjördæmisins að vinna að því, að Alþingi leggði til fjármagn til þessara framkvæmda. Steingrímur Ingvarsson yfirmaður vega- gerðarinnar á Suðurlandi vann líka að framgangi málsins, og þá unnu einnig að þessu máli Símon Oddgeirsson í Dalsseli, sem hafði Brúnir og Tjarnir á leigu á þessum tíma, einnig Grétar Haraldsson bóndi í Miðey. Hann beitti sér m, a, fyrir því að alþingismenn kjördæmisins ásamt nokkrum mönnum öðrum sem líklegir voru til þess að hafa áhrif á framgang málsins mættu á staðinn, til að kynna sér hversu alvarlegt ástandið væri. Þá vil ég síðast en ekki síst nefna Svein Runólfsson landgræðslustjóra, sem átti stærstan hlut okkar allra að því að þetta verkefni allt kæmist í framkvæmd. Þetta bar fljótlega nokkurn árangur, en fjárveitingarnar voru það smáar að það liðu um tíu ár, þar til landeyðing stöðvaðist fram undir bæinn á Tjörnum, en þar fyrir framan var landbrotið tilfinnanlegast. Á þessu tímabili var reynt að veita vatninu frá en það hafðist ekki. Þá var líka gerður garður úr aurmölinni, án þess að á honum væri grjótvörn. En fljótið fór fljótlega í gegnum þennan bráðabirgðagarð, hvorug þessara tilrauna urðu að gagni. En þá var komið að því að gera tveggja kílómetra langan varanlegan garð í einu lagi, til varnar túnunum á Tjörnum og graslendinu þar fyrir framan. Ekki þótti fært að byggja hann fyrr en öruggur varnar garður væri kominn fyrir láglendiskaflann milli Brúna og Tjarna, svo vatnið gæti ekki komist bak við garðinn sem þar átti að koma, og þá milli hans og bakkanna meðfram túninu og graslendinu framan við það, og þar með eyðilagt garðinn sem þar væri kominn. Þess vegna var hann byggður síðastur af þeim görðum sem þarna voru gerðir í þessari lotu, þó að hann hefði þurft að vera kominn miklu fyrr.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.