Goðasteinn - 01.09.2016, Page 78
76
til sjávar nema hluta þess, afgangurinn hefði svo farið til vesturs og þá hefði
skapast mikil hætta fyrir vatnsveitu Vestmannaeyja.
En hver var ástæðan fyrir því að Markarfljót rann vestur fjörur á sautjándu
öld? Hefur ekki þurft stórflóð til þess að það myndaði farveg vestur fjörur og
færi að renna til sjávar fram af bænum Önundarstöðum í Austur-Landeyjum?
Eru nokkrar sagnir til um hvernig það hafi gerst? Mér dettur í hug að það gæti
hafa verið eldgosið í Eyjafjallajökli 1612, eða nánar tiltekið flóðið frá því, og
þá farið bæði eftir Fauskafarveginum sem var mjög breiður og láglenda svæð-
inu milli Brúna og Tjarna og sennilega eftir öllum farvegum sem þá lágu frá
Fljótinu til Álanna, sumir þeirra gætu hugsanlega hafa myndast í því hlaupi.
Á þessum tíma hefur jökullinn upp af Steinsholti verið miklu meiri en það,
er við sem nú erum uppi höfum þekkt, því að á sautjándu öld hljóp skriðjök-
ultangi ofan úr hájöklinum ofan á sléttlendið allt í Markarfljót. Hafi flóðið
frá eldgosinu 1612 hrint þessum jökli alla leið fram í fljótið hefur það verið
ákaflega mikið. Sennilega hefur Markarfljót þá runnið fram með Þórsmerk-
urrana og Steinsholti.
Það hefur líklega tekið nokkra áratugi að sá jökull sem þarna kom niður
hyrfi að fullu. Til þess benda skjöl um landamerki Stóru-Merkur.
Um 1920 var jökullinn það mikill að hann fyllti upp alla lægðina neðan
við Gígjökulinn, þar sem jökullónið var síðar og lá norður á brúnina á stóru
auröldunni þar sem hún var hæst, nokkru vestar en Hoftorfa var, en þar var
hann um tveggja metra þykkur uppi á norðurbrún öldunnar.
Mér finnst að þetta framhlaup jökulsins alla leið út í Markarfljót á sautj-
ándu öld bendi til þess, að hann hafi verið miklu meiri en hann var 1920. Þá
er líklegt að flóðið frá gosinu 1612 hafi verið mjög stórt, hafi það haft einhver
áhrif á framhlaup jökulsins, gæti hafa verið miklu stærra en flóðið frá gosinu
2010.
18. júlí 2016.
Goðasteinn 2016