Goðasteinn - 01.09.2016, Page 81
79
Goðasteinn 2016
Á svæðinu við Dælustöð er svakalegur hiti,
þá sólin hæst á lofti er og ekki hreyfir vind.
Þá sannarlega vinnur maður síst af miklu viti,
því sandurinn er brennheitur. En hann á aðra mynd.
Veturinn með snjó og flóðum, klaka og kuldabiti.
og keyrsluleið í Dælustöð af sandroki er blind.
Stofnæðin hún er þar undir ströngu eftirliti,
að stefna henni í tvísýnu er kæruleysi og synd.
Dælustöðin, hún er það sem mesta tímann tekur,
og töf er ekki í boði ef hún kallar vaktmann á.
Húsin þurfa viðhald sitt og dælur þurfa dekur,
þær dömur vilja að fyrirhyggja viðhöfð sé þeim hjá.
Stjórnbúnaður allur er svo talsvert tímafrekur,
tölvurnar í hverju horni verða sitt að fá
Það kemur manni ævinlega í koll að vera sekur
um kæruleysi í eftirlitinu, það er mín spá.
Ekið hef ég tvisvar sinnum fimmtán þúsund ferðir,
og farnir kílómetrar nálgast milljónirnar tvær.
Á slíkri leið er ekki nokkur vafi að þú verðir
var við það að leiðin þessi er stundum illa fær .
Það getur komið fyrir að þú grónu túnin skerðir,
er gera þarf við bilanir og lagfæra eftir þær.
Tillitssemi þegar eru grafnir grónir sverðir,
og gott samband við bændur, nauðsynlegt sem endrarnær.
Hafa verður auga með hvort Fljótið muni flæða,
því flóðin í því hafa bæði skemmt og brotið land.
Skurði, ár og læki er þá líka um að ræða,
á leið þar meðfram stofnæðinni tíðkast sífellt rand.
Með því að forðast bilanir er mikið hægt að græða,
maður leggur talsvert á sig til að varast grand.
Oftast þarf í leysingum með leiðslunni að þræða,
frá lindinni og alla veika staði niðrí sand.