Goðasteinn - 01.09.2016, Síða 99
97
Goðasteinn 2016
Elstur og merkastur þessara litlu strokka
er strokkur Mála-Davíðs í byggðasafninu í
Skógum. Davíð Jónsson, orðlagður fyrir hag-
leik, bókvit og fróðleik, bjó á Hofi í Öræf-
um í byrjun 19. aldar (f. 1766). Hann flutti á
nýbýlið Brattland á Síðu 1828 og bjó þar til
dánardægurs 1839. Guðbjörg Jónsdóttir ekkja
hans dó þar fjórum árum seinna. Þrjár roskn-
ar konur á Núpsstað notuðu síðar strokkinn
saman. Tvær þeirra, Halldóra og Petronella,
voru dætur Jóns Hannessonar, bónda á Núps-
stað, en sú þriðja, Ingibjörg Jónsdóttir pró-
ventukona (d. 1891) hafði fengið strokkinn
hjá Guðbjörgu á Brattlandi. Þessar þrjár kon-
ur áttu sem séreign nokkrar kindur, færðu frá
þeim eitthvert tímabil og áttu sér það sem
sumstaðar var nefnt samlagsbú, héldu hverri
málsnyt sér og unnu úr henni smjör, skyr og
osta. Frá Núpsstað komst strokkurinn í eigu
Guðríðar Árnadóttur sem bjó með Jóni Jónssyni, fæddum á Geirlandi á
Síðu 1815, á efri árum nefndur Blindi-Jón. Þau bjuggu árin 1879–1882 á
smábýli utan við Foss á Síðu og var nefnt Á steininum. Jóhanna dóttir
þeirra var hjá Magnúsi Þorlákssyni, hreppstjóra á Fossi, og átti þá strokk-
inn. Guðleif Jónsdóttir frá Teygingalæk keypti hann af Jóhönnu árið 1903
á eina krónu og notaði hann alfarið við strokk un fyrstu tvö búskaparár
sín á Hraunbóli á Brunasandi. Síðar bjó hún á Hvoli í Fljótshverfi með
manni sínum, Sigurði Jónssyni. Frá dóttur þeirra, Gróu, eignaðist Skóga-
safn gripinn og hefur jafnan haft hann í miklum metum. Strokkurinn
ber safnnúmer S:315. Hann er 35,5 sm á hæð, þvermál við op er 15 sm,
við botn 10 sm. Hann er nú með þremur trégjörðum, samsettum með
fjaðralæsingu og er verk safnvarðar í Skógum. Hann var járngyrtur á
seinni árum og eru stafir mjög ryðteknir. Allur er strokkurinn nokkuð
tærður og eyddur af elli og sliti og til muna laggstokkinn. Þykkt stafa að
neðan er nú 0,8 sm og að ofan 0,2 sm. Smíðaefnið er greni. Strokklok,
bulluskaft og bulluhaus bera því vitni að vera fremur ung smíði.
Skógasafn: Strokkur vart öllu
eldri á Íslandi. Vetrarstrokk-
ur úr búi Davíðs Jónssonar
(1766-1839), bónda á Hofi í
Öræfum og víðar. Er frá um
1820. Hæð 33,5 sm. Ljósmynd
Andri Guðmundsson.