Goðasteinn - 01.09.2016, Blaðsíða 102
100
Þó Bakkabæir séu skildir frá meginhluta Rangárvalla af vatnsföllum, er
paufast í skóla á Strönd og ungmenni fá skólun í ástum þegar vinnuhjúin á
Móeiðarhvoli taka til við kossa í Fljótshlíðarferð á Landrovernum. Hugljúf saga
af horfnu mannlífi og íslenskri sveitamenningu á krossgötum, skreytt fjölda
teikninga eftir Pál Ragnarsson.
Kamarinn var fyrir vestan hænsnakofann
Hann var lítið hús, sjálfsagt kringum einn fermetri og hafði fá þægindi.
Dyrnar sneru til vesturs og fyrir ofan þær var dálítill glergluggi. Hurðin
var klinkuð að utan en innan á henni var krókur sem maður lokaði með
þegar maður sat og nýtti sér einu þægindin sem húsið bauð upp á. Að
innan var húsið klætt með standandi panel sem einhvern tíma hafði verið
blámálaður. Við austurvegginn var setbálkur og á honum hæfilega stórt
op til að sitja á. Ofan á því var tréhlemmur sem maður tók burt þegar
framkvæmdir stóðu fyrir dyrum og lagði hann upp á rönd á gólfið fyrir
framan bálkinn og lagði síðan aftur á að þeim loknum. Undir bálkinum
var grunn gryfja sem afurðirnar söfnuðust í. Var hún vanalega tæmd einu
sinni á ári, um svipað leyti og farið var að bera annan skít á túnin. Fram-
an á bálkinum var opnanlegur fleki sem fjarlægður var þegar hreinsað
var úr kamrinum á vorin. Timburgólf var í húsinu, ómálað.
Á veturna var þetta hús kalt og frekar óvistlegt, en lengst af hélt það þó
vatni og vindum. Til hreinlætis voru notuð dagblöð, og þótti Tíminn nú
bestur, þótt Mogginn væri einnig talinn nothæfur. Albest var þó að nota
Ísafold og Vörð, en það blað kom afar sjaldan heim, þá helst að einhverjir
gestir bæru það með sér og skildu það eftir. En það var lúxusskeini. Aftur
á móti var hreint ómögulegt að nota Vikuna eða Fálkann, þótt þetta væru
alskemmtilegustu blöðin til aflestrar. Alltaf var séð um að nóg væri af
lesefninu á kamrinum, og fyrir kom þegar vindátt var hagstæð og hita-
stig, að manni dvaldist lengi þar inni, ef góðar sögur eða skemmtilegar
myndasögur voru í blöðunum, ekki síst ef þau voru í tímaröð svo hægt
væri að elta framhaldssögurnar. Þetta gerðist helst þegar farið var að vora
eða hausta og ekki orðið mjög kalt úti, en þó það kalt að flugurnar voru
ekki til óþæginda og innihald gryfjunnar hæfilega ilmrýrt.
Þegar fór að hlýna á vorin jókst ilmurinn, svo að þá þurfti að tæma
gryfjuna. Það gerði pabbi á þann hátt að hann setti dálítinn hrossa- eða
kúaskít í botninn á skítakerru eða skítadreifara og síðan var áburðin-
um úr kamrinum bætt ofan á. Þessu var síðan ekið á afskekktan stað á
túninu, gjarna þar sem vatn stóð uppi í stórrigningum, og dreift þar eins
Goðasteinn 2016