Goðasteinn - 01.09.2016, Page 105
103
Tónlistarskóli Rangæinga starfar samkvæmt lögum um tónlistarskóla og
samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla frá árinu 2000. Markmið skólans og
stefna á öllum starfsárum hans er að allir nemendur stefni í átt að námsmati og
ljúki jafnframt námi í hliðarfögum, tónfræðigreinum.
Þessu markmiði er fylgt eftir með faglegri nálgun tónlistarskólakennara og
í góðu samstarfi við nemendur og foreldra.
Skólaárið 2015 – 2016 voru nemendur alls 291. Eru þá meðtaldir allir nem-
endur sem stunda nám í forskóla. Nemendur skólans taka áfangapróf sam-
kvæmt samræmdu námsmatskerfi tónlistarskóla á Íslandi sem er í samræmi
við kröfur aðalnámskrár. Þau hljóðfæri sem kennt var á skólaárið 2015 – 2016
voru blokkflauta, fiðla, gítar, harmoníka, hljómborð, klarínetta, píanó, selló,
Suzukipíanó, Suzukifiðla, trommur, rafgítar, rafbassi og þverflauta auk söngs.
Áhersla var lögð á samspil hjá öllum nemendum sem komnir eru með þá færni
sem til þarf. Strengjasveit var starfrækt fyrir alla strengjanemendur, ryþmískt
samspil og samsöngur. Mikil áhersla er lögð á hliðargreinar, tónfræði, hljóm-
fræði, nótnalestur og tónlistarsögu. Nemendum er skylt að ljúka tónfræðigrein-
um samhliða hverju áfangaprófi sem tekið er á hlóðfæri. Árangur nemenda
sem þreyttu samræmd próf vorið 2016 var mjög góður. Einnig árangur nem-
Frá Tónlistarskóla Rangæinga
Sigríður Aðalsteinsdóttir skólastjóri