Goðasteinn - 01.09.2016, Page 116
114
Goðasteinn 2016
Hér er kot, sem heitir For,
hafirðu bæði lyst og þor,
flyttu þangað þá í vor -
þar má fullvel deyja úr hor.
En nú er öldin önnur, gróðurinn og velsæld allsstaðar og skógrækt svo kröft-
ug í Rangárþingi ytra að skv. úttekt Skógræktar ríkisins er flatarmál ræktaðra
skóga næstmest á landinu í Rangárþingi ytra og kemur þar fast á hæla Fljóts-
dalshéraðs. Líkur eru til að þessi hlutföll muni breytast tiltölulega hratt á næstu
árum því óvíða er meiri kraftur í landgræðsluskógrækt en í Rangárþingi ytra
en þar eru Hekluskógarnir flaggskipið. Og sem dæmi um gróskuna þá höggva
nú Rangæingar sín eigin jólatré í Bolholtsskógi á Rangárvöllum undir stjórn
Skógræktarfélags Rangæinga. Landgræðslan í Gunnarsholti leikur lykilhlut-
verk í þessari framvindu og er svo sannarlega hornsteinn í héraði. Nú hefur
Árni B. Bragason tekið við stjórnartaumum af eldhuganum og héraðshöfðingj-
anum Sveini Runólfssyni í Gunnarsholti. Við bjóðum nýjan landgræðslustjóra
velkominn til starfa, honum fylgja góðar óskir í mikilvægu starfi fyrir land og
þjóð.
Árið var í marga staði gjöfult og farsælt fyrir íbúa Rangárþings ytra og
veðrátta með allra besta móti. Áberandi er auðvitað hinn mikli stígandi í fjölda
ferðamanna og vöxtur ferðaþjónustunnar líkt og verið hefur nú um nokkurt
skeið en almennt er atvinnulífið kröftugt og atvinnuleysi óþekkt – í rauninni
kallað eftir hverri vinnufúsri hönd. Íbúafjöldi er nokkuð stöðugur milli ára og
kynjaskipting er jöfn hvar fjöldinn skiptist nær jafnt milli þéttbýlis og dreif-
býlis.
skipulagsmál og framkvæmdir
Þjónustumiðstöð sveitarfélagsins heldur í marga spotta og sér til þess að
hlutirnir gangi eðlilega hvað varðar m.a. vatnsveituna, fráveituna, gatnagerð-
ina, fasteignirnar, snjómoksturinn, umhirðuna og vinnuskólann auk þess að
hrinda í framkvæmd þeim verklegu framkvæmdum sem ákveðið er að ráðast
í á hverjum tíma. Þar er valinn maður í hverju rúmi og allir leggjast á eitt við
að gera sitt besta þannig að verkin gangi vel fyrir sig og þjónusta við íbúana
sé góð.
Líkt og undanfarin ár eru skipulagsmálin fyrirferðamikil því mikið er verið
að framkvæma, sérstaklega tengt ferðaþjónustunni, og margvísleg deiliskipu-