Goðasteinn - 01.09.2016, Side 119
117
Goðasteinn 2016
stefnir allt í að lagningu ljósleiðara um allt sveitarfélagið Rangárþing ytra verði
lokið á vordögum 2017. Við spyrjum að leikslokum, meira um þetta í næsta
Goðasteini.
Þau gleðilegu tíðindi urðu sl. vor að efsta hæð Miðjunnar á Hellu var tekin
í notkun og nú iðar allt húsið af lífi því mikill áhugi var á að leigja rými undir
margvíslega starfsemi. Eignarfyrirkomulag hússins var einfaldað til muna á
árinu er félagið Verkalýðshúsið ehf. rann inn í Suðurlandsveg 1-3 ehf. en eig-
endur þess félags eru nú Rangárþing ytra (69,0%), Lífeyrissjóður Rangæinga
(11,5%), Verkalýðsfélag Suðurlands (16,2%) og FIT (3,3%). Auk þessa er sér-
eign Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á jarðhæð byggingaklasans. Í júníbyrjun
sl. var blásið til opins húss í tilefni þess að framkvæmdum við efstu hæð-
ina lauk en þangað eru nú flutt með starfsemi sína Steinsholt sf teiknistofa,
Hárstofan Hellu, VÍS útibú, Umhverfisstofnun útibú, Orkubrautanuddari og
Graphical - grafískur hönnuður. Á annarri hæð eru skrifstofur og fundarsalir
sveitarfélagsins, Félagsþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, Lífeyris-
sjóður Rangæinga, Verkalýðsfélag Suðurlands, Tannlæknastofa Petru, Landnot
landfræðiþjónusta og Sjóvá útibú. Á fyrstu hæðinni er síðan Heilsugæslustöð
Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Apótekarinn, Bakaríið Kökuval, Kjarval
verslun og vínbúðin og á neðstu hæðinni er Sjúkraþjálfun Shou, Náms- og
kennsluver og félagsmiðstöð auk geymsluhúsnæðis. Miðjan ber því nafn með
rentu sem alvöru verslunar- og þjónustumiðstöð.
Þjófafoss – þar er nú búið að bæta aðstöðuna til muna. Ljósmynd: Rangárþing ytra.
ferðþjónustan á flugi – slagkraftur.
Samráðsfundur ferðaþjónustunnar í Rangárþingi ytra var haldinn s.l. vor
í safnaðarheimili Oddasóknar á Hellu. Fundurinn var vel sóttur og spunnust
góðar umræður. Fundurinn var haldinn að frumkvæði atvinnu- og menningar-
málanefndar og markaðs- og kynningarfulltrúa í tilefni þess að um ár var liðið
síðan síðasti fundur var haldinn en þar var ákveðið að leggja til við sveit-