Goðasteinn - 01.09.2016, Page 134
132
Goðasteinn 2016
gestakennarar frá norður-dakóta í Laugalandsskóla
Á vordögum komu
tveir gestakennarar
frá Norður-Dakóta og
dvöldu við Laugalands-
skóla um hríð en sam-
starf Laugalandsskóla
og listanefndar Norður-
Dakótaríkisins (North
Dakota Council of the
Arts) hefur staðið í 14
ár. Þaðan hefur skólinn
m.a. fengið í heimsókn
sagnaþul, tónlistar-
mann, ljósmyndara og
indíána á umliðnum
árum.
Að þessu sinni voru þetta tveir ungir menn og markmið þeirra var að leið-
beina nemendum við kvikmyndagerð og veita þeim innblástur í framleiðslu
kvikmynda, sögugerð, ritun, leikstjórn og leiklist til framleiðslu á kvikmynda-
efni. Höfðu þeir tæpa viku til verksins og þó tíminn væri stuttur, náðu allir
hópar að gera eina stiklu og sýndu hana öðrum nemendum, kennurum og for-
eldrum í lok heimsóknarinnar. Höfðu gestirnir á orði að hugmyndaauðgi nem-
enda og færni í því að koma fram, leikstýra og tala ensku, hefði komið þeim
skemmtilega á óvart. Það er ákaflega kærkomið að fá svona heimsóknir til að
styðja enn frekar við þann þátt aðalnámskrár sem hvetur til að nemendum sé
kennd samstarfsfærni og sköpunargáfa þeirra efld.
Það er ávallt mikilvægt að horfa til framtíðar, en sömuleiðis er ekki síður
mikilvægt að halda í menningararfinn og kynna nemendum forna siði og venjur.
Því hefur í þó nokkur ár verið haldið þorrablót í Laugalandsskóla á bóndadag-
inn. Þá er hlaðið langborð af alls kyns krásum sem teljast til þorramatar; súrt,
kæst og saltað og fá allir að smakka þjóðlega rétti. Þann dag er ást þjóðarinnar
til ljóðlistarinnar endurvakin sérstaklega og nemendur fá fyrriparta til að botn.
Fer fram keppni þar sem höfundur besta botnsins fær farandgrip að launum,
en einn botn á hverju aldursstigi fær viðurkenningu. Hafa margir góðir botnar
litið dagsins ljós og sýnt að skáld framtíðarinnar leynast víða.
Bæjarstjórarnir Ágúst Sigurðsson og Kormákur Atli Unn-
þórsson. Ljósmynd: Rangárþing ytra