Goðasteinn - 01.09.2016, Page 147
145
Annálar sveitarfélaga í Rangárþingi
Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri
sveitarstjórnarmál
Mannabreytingar urðu í sveitarstjórn Rangárþings eystra í júní. Þá tók Þórir
Már Ólafsson, bóndi í Bollakoti, sæti í sveitarstjórn fyrir Framsókn og aðra
framfarasinna eftir að Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir óskaði eftir að verða leyst
frá starfsskyldum sveitarstjórnar. Aðalbjörgu eru þökkuð störf í þágu sveit-
arfélagsins og Þórir Már boðinn velkominn til starfa. Í byrjun júní var til-
kynnt um að Rangárþing eystra fengi úthlutað 202 milljónir til viðbyggingar
við Dvalar- og hjúkrunarheimilið Kirkjuhvol. Viðbyggingin verður um 1.500
m² að stærð, 1.176m² hæð og 350m² kjallari. JÁVERK mun sjá um bygginguna.
Styrkfé nemur u.þ.b. 40% af kostnaði á móti 60% framlagi sveitarfélagsins.
Kirkjuhvoll á einmitt 30 ára afmæli 2015 en rekstur heimilisins hófst 1. mars
1985. Aðstandendafélag Kirkjuhvols bauð upp á afmæliskaffi að því tilefni í
júní. Á 100 ára afmælishátíð kosningarréttar kvenna, sem haldin var af öll-
um kvenfélöum í Rangárþingi eystra í október, voru þær konur heiðraðar sem
fyrstar höfðu verið kosnar í sveitarstjórn í hverjum hrepp fyrir sig. Þessar konur
eru: Auður Jóna Sigurðardóttir V- Eyjafjöllum, Svala Óskardóttir A- Eyjafjöll-
um, Ragnhildur Sveinbjarnardóttir Fljótshlíð, Ásdís Kristinsdóttir V-Landeyj-
um, Jóna Vigdís Jónsdóttir A-Landeyjar og Ólöf Kristófersdóttir Hvolhreppi.
Lilja Einarsdóttir, oddviti Rangárþings eystra, afhenti viðurkenningarnar. Á
myndinni eru þessar sveitarstjórnarkonur með viðurkenningar sínar, Kristinn
Rangárþing eystra 2015