Goðasteinn - 01.09.2016, Side 157
155
Goðasteinn 2016
Menningarmál
sögusetrið
Haldið var upp á 1000 ára afmæli Njáluloka 7. – 8. nóvember, í Sögusetr-
inu, og var boðið upp á fjölbreytta dagskrá af þessu tilefni. Jakob S. Jónsson
leikstjóri og leiðsögumaður las Njálu alla og tók lesturinn (með 5 mínútna
hléi á hverjum hálftíma) 15
klukkustundir og 38 mínút-
ur; lauk kl. 02:38 aðfaranótt
sunnudags. Hluti af dag-
skránni var einstök sýning á
tveimur af handritum Njálu:
Oddabók – skinnhandrit frá
því um 1460, og Ferjubók
(Sandhólaferjubók fullu
nafni) pappírshandrit frá því
um 1650-80. Bæði handritin
eru kennd við þekkta staði í
Rangárþingi sem koma við
sögu í Njálu, og hið síðarnefnda næsta örugglega skrifað þar. Handritin komu
í lögreglufylgd frá Árnastofnun í Reykjavík og var vandlega gætt af sérfræð-
ingum stofnunarinnar. Handrit í vörslu Árnastofnunar hefur aldrei áður verið
sýnt á Íslandi utan höfuðborgarsvæðisins. Félagar í samtökunum Hugverk í
heimabyggð voru með vinnusýningu í anddyri Sögusetursins og Refilstofan
var opin þar sem saumað var af kappi.
Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna var boðið upp á góða dag-
skrá í Sögusetrinu. Helga Hansdóttir sýndi vettlingasafn sitt en Helga hefur nú
í rúma hálfa öld prjónað og safnað vettlingum, mest ullarvettlingum af öllum
hugsanlegum stærðum og gerðum, og eru pörin vel yfir eitt þúsund. Vettling-
arnir eru úr öllum landshornum og listakonurnar sem hönnuðu þá og prjónuðu
á annað hundrað. Sýningin Nála var opnuð í maí en sýningin er byggð á sam-
nefndri barnabók eftir Evu Þengilsdóttur og byggir á því að gestir taki þátt í
að skapa og hafa áhrif á sýninguna.
Tvær samsýningar voru settar upp í Gallerí Ormi, í tilefni aldarafmæli kosn-
ingaréttar kvenna, þar sem átta konur, bornar og barnfæddar í Rangárþingi
eystra, sýndu verk sín. Sýnendur voru þær Þórhildur Jónsdóttir, Katrín Ósk-
arsdóttir, Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir, Þórdís Alda Sigurðardóttir, Katr-
ín Jónsdóttir, Álfheiður Ólafsdóttir, Sigrún Jónsdóttir og Guðrún Le Sage De
Handritin vöktu mikla athygli.