Goðasteinn - 01.09.2016, Síða 166
164
Goðasteinn 2016
Eftirlifandi eiginmanni sínum, Brynjólfi Sævari Hilmissyni frá Hveragerði,
eða Binna, eins og hann er jafnan nefndur, kynntist hún þegar hann kom í
sveitina sem vinnumaður. Þau gengu í hjónaband 30. desember árið 2000 en
hófu búskap sinn í Stóra-Dal miklu fyrr. Þau fluttu til Hveragerðis 1982 og frá
1985 áttu þau heimili í Kambahrauni 6 þar í bæ. Eftir að Anna flutti, starfaði
hún lengi í Tívolíinu í Hveragerði meðan það var og hét og einnig vann hún á
dvalarheimilinu Ási, í yfir 20 ár. Saman varð þeim tveggja barna auðið. Þau
eru Hulda Vigdís, en hennar maður er Eyþór Gunnar Gíslason. Þau eiga börnin
Írisi, Viktor Gísla og Brynjólf Þór, og Árni Ágúst, en kona hans er Jóhanna
Katrín Jónsdóttir og eiga þau dæturnar Önnu Dís og Söru Sif. Fyrir átti Árni
soninn Daníel Ágúst með Söndru B. Gunnarsdóttur. Daníel bjó lengst af hjá
ömmu sinni og afa, í Kambahrauninu í Hveragerði.
Anna var glaðleg og hressileg kona í viðmóti en ákveðin og föst á sínu ef
því var að skipta. Hún var jafnan hvatamaður að mannamótum og veislum og
til þess tekið hve myndarlega var haldið utan um aldarminningu systkinanna
frá Stóra-Dal. Anna mætti gjarnan fyrst á staðinn þegar fjölskyldan hélt sam-
kvæmi og fór oftast síðust, til að geta hjálpað til við undirbúning og frágang.
Áhugamál Önnu seinni árin snérust fyrst og fremst um börnin og fjölskylduna.
Hún hafði mikið yndi af ferðalögum, jafnt innan lands sem utan. Hún og Binni
fóru í margar ferðir um landið með fellihýsið og oftar en ekki voru börnin og
í seinni tíð barnabörnin með. Í útlöndum skoðaði hún gjarnan kirkjur og gant-
aðist með að hún yrði að biðjast vel fyrir svo hún kæmist heim með alla yf-
irvigtina. Henni gat dottið í hug að skreppa í smá bíltúr í góða veðrinu, eins og
hún sagði sjálf, sem gat svo endað á Sauðárkróki eða þar sem veðrið var best
hverju sinni. Meðan hún hafði heilsu til skreytti hún garðinn í Kambahrauninu
með blómum og hafði alla tíð einstakt yndi af þeim. Garðurinn bar henni því
fagurt vitni.
Anna átti við nokkra vanheilsu að stríða síðustu misserin. Kallið kom samt
skyndilega og öllum að óvörum eftir skammvinn en erfið veikindi. Hún lést á
Landspítalanum í Fossvogi 18. febrúar 2015, á sjötugasta og öðru aldursári.
Anna var jarðsett í Stóra-Dalskirkjugarði, laugardaginn 28. febrúar 2015.
Sr. Haraldur M. Kristjánsson sóknarprestur