Goðasteinn - 01.09.2016, Side 168
166
Goðasteinn 2016
hann var útsjónarsamur í rekstrinum og hélt vel á fjármálum félagsins. Ágúst
var mikill söngmaður og hafði gott lag. Það var búið að skrá hann í karlakór-
inn fyrir austan áður en hann flutti þangað og var það ekkert nema þjóðráð
því hann stóð undir öllum væntingum hvað það varðar. Þá eru ótaldar og
óendanlega margar söngstundirnar í einhverjum fallegasta tónleiksal heimsins,
undir berum himni í íslensku sumri og söngfélagarnir jafnframt ferðafélagar á
ferfætlingum. Hann átti auðvelt með að hrífa aðra með sér og þannig var það
með margar góðar hugmyndir sem komu frá samferðafólki, honum leist afar
vel á þær og gerði allt sem hann gat til að hrinda þeim í framkvæmd. Hann
var afar bóngóður, vildi alltaf allt fyrir alla gera og var það ekkert mál og aldrei
neitt vandamál heldur bara gengið í hlutina, nei ekki til í orðaforðanum. Hann
var afar gestrisin og vildi taka vel á móti öllum, hann var búinn að bjóða heim
áður en við var litið. Miklar gæðastundir átti hann einnig í bústað þeirra hjóna,
Krika, hann naut þess sannarlega að vera í þeim unaðsreit, að vera frjáls þar og
eiga góðar stundir með fólkinu sínu, börnum og barnabörnum.
Ágúst varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 30. maí 2015 og var útför hans
gerð frá Oddakirkju 5. júní. Jarðsett var í Hafnarfjarðarkirkjugarði.
Sr. Guðbjörg Arnardóttir
Ásgeir Auðunsson
Ásgeir Auðunsson fæddist í Svínhaga á Rangár-
völlum á þriðja degi í 20stu viku sumars, sem er hinn
20. ágúst 1918, sonur hjónanna þar, Jóhönnu Katrínar
Helgadóttur frá Bakkakoti á Rangárvöllum og Auð-
uns Jónssonar frá Lágafelli í A-Landeyjum. Börn
þeirra hjóna voru 13 að tölu og voru, auk Ásgeirs þau;
Helgi, Magnea Katrín, Guðjón Ólafur, Áslaug, Eirík-
ur, Ágúst, Margrét Una, Áslaug, Guðmundur, Guðni,
Óskar, þá Ásgeir og Guðbjörg. Einnig áttu þau hálf-
bróðir Tómas, samfeðra. Öll eru þau systkini nú látinn.
Ásgeir bar þess merki að vera alinn upp á traustu og góðu heimili og frá
barnæsku vandist hann eins og flest önnur börn á þeim tíma við öll venjubund-
in og nauðsynleg störf sveitaheimilisins og naut hefðbundinnar barnafræðslu
í uppvextinum. Það segir sig sjálft að þurft hefur að vinna hörðum höndum
til að sjá stórri fjölskyldu fyrir lífsviðurværi. Auðunn faðir hans andaðist árið