Goðasteinn - 01.09.2016, Blaðsíða 170
168
Goðasteinn 2016
um langt árabil. Þar var hann eins og á heimavelli, aðgætinn og athugull, bæði
gagnvart mönnum og skepnum.
Hann var sannarlega vinur vina sinna, tryggðatröll frændfólki sínu, vinum
og nágrönnum, strangheiðarlegur og mátti ekki vamm sitt vita. Sem nágranni
öllum betri, alltaf reiðubúinn til aðstoðar og virtist alltaf hafa tíma. Og barn-
góður var hann og þau hændust að honum. Og drengirnir sem voru sumarbörn
á Minni-Völlum héldu tryggð við hann og þau systkin alla tíð og litu margir
þeirra á Minni-Velli sem sitt annað heimili, og það gerðu fleiri.
Hann var einn þessara manna sem alltaf var sívinnandi, verkhygginn og
handlaginn. Mjög vel á sig kominn líkamlega fram á háan aldur. Hann gekk
aldrei, heldur hljóp við fót. Hann gat stokkið jafnfætis yfir sjö strengja girð-
ingu þegar hann var rétt innan við fimmtugt. Hleðslumaður góður og þarf ekki
annað en nefna þá fögru vegghleðslu kringum kirkjugarðinn við Skarðskirkju.
Hún mun bera vitni hagleik hans um langa framtíð.
Árið 2003 hættu þau systkin búskap og fluttu á Hellu og bjuggu sér heimili
að Hólavangi 9, þar sem hann átti nokkur góð ár en haustið 2009 flutti hann
að dvalarheimilinu Lundi þar sem hann naut einstaklega góðrar og umhyggju-
samrar aðhlynningar.
Ásgeir andaðist á Lundi að kvöldi hvítasunnudags í 6. viku sumars, þann 24.
maí sl. á 97. aldursári. Hann var jarðsunginn frá Skarðskirkju 30. maí 2015.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir
Fellsmúla
Áslaug Jónasdóttir
Áslaug Jónasdóttir fæddist í Vetleifsholti 31. októ-
ber 1932. Foreldrar hennar voru Ágústa Þorkelsdótt-
ir f.1896 d.1974 og Jónas Kristjánsson f.1894 d.1941.
Systkini hennar eru: Sigríður f.1925, Þorkell f.1926,
hann lést rúmu ári síðar, Margrét Jóna f.1927, Gerð-
ur Þórkatla f.1929, Gunnar Kristján f.1930 d.1953,
Þórunn f.1931 d.2012, Lárus f.1933, d.2012, Jóhanna
Rakel f.1935, Ingólfur Gylfi f.1937, d.2000 og Auður
Ásta f.1939.
Er Áslaug var 9 ára gömul lést faðir hennar eftir erfið veikindi. Auðnaðist
þeim systkinum ekki að fá að alast upp saman og var komið í fóstur eða þau
fóru til vinnu. Hún fór sem unglingur austur í Hvolsvöll og var lengi í Krók-