Goðasteinn - 01.09.2016, Page 172
170
Goðasteinn 2016
Þau hjón áttu sumarbústað undir Eyjafjöllunum, Svarthamra og margar
ánægjustundir sem þau áttu þar. Ekki var að spyrja að því að allt var eftir
hennar höfði, snyrtilegt og fallegt og alltaf eitthvað verið að vinna og gera.
Jón lést eftir veikindi 12. ágúst 2006. Þau voru alla tíð samhent hjónin, ferð-
uðust víða og gerðu margt enda verið sagt að annað nafnið fylgdi öðru þegar
þau voru nefnd.
Áslaug bjó á Hjúkrunar- og dvalaheimilinu Lundi á Hellu síðustu mán-
uðina, þar lést hún hinn 15. febrúar 2015 og var útför hennar gerð frá Odda-
kirkju 28. febrúar.
Sr. Guðbjörg Arnardóttir
Daníel Hafliðason
Daníel Hafliðason var fæddur þann 29. júlí 1935.
Foreldrar hans voru Hafliði Guðmundson í Búð
fæddur 30.9.1886 og Guðrún Daníelsdóttir í Búð
fædd 10.2.1890. Systkini hans eru: Kristjón, Páll,
Guðrún, Hákon og Ólafia. Daníel ól allan sinn aldur
í Þykkvabænum og átti þar stóra fjölskyldu. Í Búð
var eins og á öðrum búum í Þykkvabæ stundaður
hefðbundin sveitabúskapur ásamt kartöflurækt. Þeir
bræður Daníel og Páll tóku við búi foreldra sinna og
stunduði þar áfram búskap. Á sínum yngri árum stundaði hann sjóinn, fór
alltaf á vetrarvertíð bæði frá Vestmannaeyjum einnig Þorlákshöfn. Það var
á vertíð í Vestmannaeyjum sem hann kynntist Erlu Óskarsdóttur, þau gengu
í hjónaband á gamlaársdag 1960. Erla var frá Yzta-Bæli fædd 19. maí 1938.
Foreldrar hennar voru Sigríður Ingimundardóttir og Óskar Magnússon, upp-
eldisfaðir hennar var Jón Stefánsson.
Daníel átti góðar minningar frá þessum tíma og hafði gaman af því að fara á
vertíðarnar var oft með hugann við sjóinn. Þar skipti ekki minna máli fremur
en í búskapnum að vera veðurglöggur eða hafa áhuga á veðri og veðurfari en
það hafði hann svo sannarlega. Langt fram eftir aldri hélt hann alltaf dagbók,
það var stutt frásögn af því sem gerðist yfir daginn og alltaf verðurlýsingar.
Það var eins ef hann ryfjaði upp atburði liðinna tíma, þá mundi hann alltaf
hvernig veður var þann daginn eða tímann. Hann var fróður um sögu sveitar
sinnar og miðlaði oft af fróðleik sínum. Hann var minnugur á öll ártöl og á