Goðasteinn - 01.09.2016, Page 174
172
Goðasteinn 2016
Eyþór Einarsson
Eyþór Einarsson, fæddist í Moldnúpi undir Vestur-
Eyjafjöllum, 13. ágúst 1931 og andaðist á Kirkjuhvoli
á Hvolsvelli, sunnudaginn 4. okt. 2015, 84 ára að
aldri.
Hann var sonur hjónanna Eyjólfínu Guðrúnar
Sveinsdóttur og Einars Sigurþórs Jónssonar og sá
þriðji af sex börnum þeirra hjóna. Systkini hans sem
lifa eru í aldursröð þau Guðjón, Sigríður, Baldvin,
Guðrún og Sigurjón.
Eyþór ólst upp í Moldnúpi við hefðbundin sveitastörf liðins tíma og gekk í
barnaskólann að Ysta Skála. Hann vann alla tíð við búskap í Moldnúpi, en fór
nokkrar vertíðir til Vestmannaeyja þegar hann var yngri eins og tíðkaðist svo
gjarnan. Moldnúpur sem stendur rétt neðan við heiðarbrún Ásólfsskálaheiðar,
skammt vestan og ofan við Fosslæk, þótti í meðallagi stór jörð hér áður fyrr og
votlend. Hún lá undir ágangi Miðskálaár og Holtsár, en með samstilltu átaki
bændanna á svæðinu tókst að mestu að koma í veg fyrir það tjón á landi, sem
vatnavextir í þessum ám höfðu valdið fram að því.
Árið 1966 festu foreldrar Eyþórs kaup á Hellnahól í Holtstorfu, sem stækk-
aði jörðina til muna og varð til þess að hún varð góð til ábúðar. Af þeirri ástæðu
var hægt að hafa tvíbýli á jörðinni eftir að Eyþór tók þar við búskap 1969 þeg-
ar foreldrar hans voru látnir. Hann bjó sjálfur með Þóreyju föðursystur sinni
meðan hennar naut við á öðrum hlutanum og var alla tíð með sauðfé. Fjárhúsin
hans stóðu við Brattskjól og þar var svo sannarlega vel hugsað um skepnurnar.
Á hinum hlutanum bjuggu þau Guðrún systir hans og Jóhannes maður hennar
og voru þau með kúabú. Eyþór hafði einnig lengi nokkur hross sér til gamans
og dekraði þau eins og allar aðrar skepnur sem hann annaðist.
Eyþór naut þess að fylgjast með bátum og veiðifréttum frá Vestmannaeyj-
um og hlustaði raunar mikið á útvarp almennt. Hann hafði sérstaklega gaman
af léttri íslenskri tónlist og naut þess að hlusta á harmónikkulög þegar þess
gafst kostur.
Eyþór var sérstakur í háttum og feiminn að eðlisfari en þegar hann var
innan um vini sína og ættingja nutu sín eiginleikar sem gerðu hann að þeim
öðlingsmanni sem hann var. Það skal nefnt að hann var jafnan með þeim fyrstu
sem komu þegar slá þurfti kirkjugarðinn við Ásólfsskálakirkju auk þess sem
hann annaðist grafartöku þar til fjölda ára ásamt fleirum.
Árið 1999 fluttist Eyþór á Kirkjuhvol á Hvolsvelli þar sem hann átti heimili