Goðasteinn - 01.09.2016, Síða 177
175
Goðasteinn 2016
Þar vann hún við að planta, hreinsa umhverfið í bænum og sjá um veitingar
fyrir hópa unglinga er að starfinu komu. Sá starfi féll henni vel, ekki síst að
umgangast æskufólkið, því alltaf var Guðrún ung í anda, aðgengileg til að
leita með alla hluti, og tók fólki af skilningi og umburðarlyndi. Sjáf var hún
þó ekki útbær á eigin tilfinningar né innra líf, en hún bar gott fram úr góðum
sjóði hjartans. Hún hafði ríka réttlætiskennd og tók sér einlægt stöðu með þeim
sem erfitt áttu í lífinu, og setti annarra þarfir löngum ofar sínum eigin. Margir
nutu þessa hugarfars Guðrúnar í áranna rás. Má nefna að fyrr á árum bakaði
hún smákökur í stórum stíl fyrir jólin og gaf þeim sem hún vissi að ekki höfðu
sjálfir tök eða efni á jólabakstri. Stundum þótti Jónasi bónda hennar nóg um
umsvif hennar, og varð einhvern tíma að orði þegar hann kom heim: Er þetta
bakarí Guðrúnar Árna?
Eftir að Jónas féll frá hinn 19. desember 2010, bjó Guðrún áfram í Núpa-
lindinni uns hún fluttist á hjúkrunarheimilið Ísafold í Garðabæ í ársbyrjun
2014 í kjölfar hrakandi heilsu áranna þar á undan, en hún greindist árið 2012
með Alzheimers-sjúkdóminn, sem gekk hratt fram. Þar naut hún þess öryggis
og umönnunar sem henni var nauðsynleg, og bæði var henni sjálfri og fjöl-
skyldu hennar mikils virði. Guðrún lést á Ísafold 1. júlí 2015, tæplega 88 ára að
aldri. Útför hennar fór fram frá Fossvogskirkju 7. júlí, og var duftker hennar
jarðsett í Fossvogskirkjugarði 6. október 2015.
Sr. Sigurður Jónsson
Guðrún Ólafía Sigurjónsdóttir
Guðrún Ólafía Sigurjónsdóttir var Rangæingur að
ætt og uppruna, komin af rótgrónum bændaættum í
báðar ættir. Foreldrar hennar hjónin í Raftholti, Sig-
urjón Sigurðarson frá Bjálmholti og Guðný Ágústa
Ólafsdóttir frá Austvaðsholti, en í Kálfholti var hún
fædd 18. júní 1924 þar sem foreldrar hennar bjuggu
sín fyrstu búskaparár. Þau eignuðust fjögur börn, elst
var Sigrún, þá Guðrún, Hermann og Hjalti.
Guðrún var 4 ára að aldri þegar foreldrar hennar fluttu að Raftholti þar sem
hún ólst upp. Og við kærleik og ástríki, við hlið góðra systkina óx hún og dafn-
aði, fríðleiksstúlkan og „Holtarósin“. Bernskuheimilið var eitt þessara traustu
véa íslenskrar menningar, og stóð á gömlum merg. Lengi býr að fyrstu gerð og
ekki er að efa að Guðrún bjó alla ævi að því uppeldi er hún hlaut.