Goðasteinn - 01.09.2016, Page 179
177
Goðasteinn 2016
þau og aðstoða við heimanámið langt fram eftir skólagöngu. Og hún sleppti
ekki af þeim sjónum, þótt þau yxu úr grasi heldur fylgdist grannt með þeim og
öllu fólkinu sínu. Gladdist með þeim á góðum stundum, styrkti þau og huggaði
og reyndist þeim í öllum hlutum hollráð og raungóð. Hún sagði við börnin sín:
„þú gerir eins og þú getur, af engum er heimtandi meir“. Þessi gildi kristöll-
uðust í allri framgöngu hennar í lífinu.
Áhugamál og fjölskylda voru samtvinnuð. Hún og Ársæll ferðuðust mjög
mikið hér innanlands í gegnum tíðina ásamt börnum sínum. Tjald hýsti hóp-
inn framan af, en síðar eignuðust þau hjólhýsi sem þau nýttu vel í ferðalög um
landið sitt, en fyrstu nótt hvers ferðasumars eyddu þau jafnan í Raftholti.
Guðrún var dagfarsprúð kona, yfirveguð og bjó yfir jafnaðargeði, hafði
milda framkomu, ævinlega sjálfri sér samkvæm í stóru sem smáu. Hún var
afsakplega vel á sig komin líkamlega og naut góðrar heilsu allt þar til síðustu
ár, og andlegs þreks til hinstu stundar.
Guðrún andaðist á Lundi 13. nóvember 2015 og var jarðsungin frá Marteins-
tungukirkju 21. nóvember.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir
Fellsmúla
Guðrún Valmundsdóttir
Guðrún Valmundsdóttir fæddist í Galtarholti á
Rangárvöllum 2. mars 1921. Foreldrar hennar voru
Valmundur Pálsson frá Galtarholti f.1893 d.1972 og
Vilborg Helgadóttir frá Grímsstöðum Vestur Land-
eyjum f.1894 d.1991. Guðrún ólst upp í Galtarholti
með foreldrum sínum og var þriðja elsta af átta systk-
inum, tveir bræður hennar eru eftirlifandi, þeir Helgi
og Páll Ingi. Systkini hennar sem látin eru: Sigrún,
Ágúst, Sigurgeir, Guðmunda Anna og Einar. Alla tíð
var gott samband milli þeirra systkina og héldu þau ávallt tryggð í samskiptum
sín á milli.
Guðrún fór ung sem vinnukona á bæi í héraðinu, hún vann í Ártúnum og
hjá sýslumanni, Birni Fr. Björnssyni. Þá var hún einnig í Odda hjá sr. Erlendi
Þórðarsyni og eiginkonu hans Önnu Bjarnadóttur. 1941 flutti hún að Ekru á
Rangárvöllum og hóf búskap með verðandi eigimanni sínum, Ísleifi Pálssyni.
Hann fæddist 17. mars 1906, foreldrar hans voru Ingiríður Einarsdóttir og Páll