Goðasteinn - 01.09.2016, Síða 180
178
Goðasteinn 2016
Pálsson. Guðrún og Ísleifur gengu í hjónaband 18. október 1941. Þeim var sjö
barna auðið, þau eru: Árni f. 1942 hann er kvæntur Helgu Óskarsdóttur, þau
eiga 4 börn og 9 barnabörn. Sigrún f. 1943 hún er gift Jónasi Jónssyni, þau eiga
4 börn, 14 barnabörn og 3 barnabarnabörn. Valborg f. 1945 hún er gift Guðjóni
Herjólfssyni, Valborg eignaðist fjögur börn með fyrri manni sínum Karli Stef-
ánssyni, eitt þeirra er látið, hún á 10 barnabörn og 1 barnabarnabarn. Páll f.
1946 hann er kvæntur Halldóru Valdórsdóttur þau eiga 2 börn og 3 barnabörn.
Ingimar Grétar f. 1949 hann er ókvæntur og barnlaus. Margrét Steinunn f.
1953 hún er gift Auberti Högnasyni þau eignuðust 4 börn, eitt þeirra er látið
og eiga þau 7 barnabörn. Guðbjörg f. 1955 hún er gift Árna Hannessyni, þau
eiga 2 börn og 4 barnabörn.
Þegar Guðrún tók við hlutverki húsmóðurinnar í Ekru var tengdafaðir henn-
ar látinn en tengdamóðirin eftirlifandi. Á heimili þeirra bjó einnig Margrét
Pálsdóttir. Er þær veiktust sinnti Guðrún um þær og féll henni það afar vel úr
hendi, hún hafði hæfileika til þess að hjúkra þeim sem þurftu þess með.
Kirkjuferðirnar úr Ekru í Odda voru alveg heilagar stundir og um þær
skyldi ekki svíkjast. Öllum komið í fín föt og af stað hélt halarófan yfir hólin
í Oddakirku til messu þar var einnig eiginmaður hennar um árabil hringjari.
Þessum kirkjuferðum var jólhátíðin nátengd og fjölskylduhátíðin á eftir. Síð-
ar var jóladagurinn hennar stóri fjölskyldudagur, þá vildi hún ávallt fá alla í
fjölskyldunni til sín, mikil veisla haldin og heitt súkkulaði borið á borð. Fjöl-
skyldan var henni allt og hafði hún mikinn metnað fyrir börnunum sínum og
afkomendum, vildi að þeim vegnaði vel. Hún var gestrisin með afbrigðum
og vildi hún einnig passa upp á að allir fengju nóg þegar komið var að því að
undirbúa og gera nesti fyrir fjallferðirnar. Hún smurði og smurði og það var
nóg til.
Guðrún var minnug og ættfróð, vildi fylgjast með og var fróðleiksfús. Hún
var oft mjög hreinskilin, var hún oft orðheppinn og hafði ekki síður gaman af
því að láta svolítið hlæja að sér enda talaði hún oft upphátt um nákvæmlega
það sem hún hugsaði.
Hún hafði auga fyrir góðum hestum, ber þar að nefna Gamm, hestinn keypti
hún sér, kom með að Ekru og þótti mikið vænt um hann. Þau hjón fluttust á
Hellu 1977 þegar Páll sonur þeirra tók við búinu á Ekru, fluttu á Heiðvang og
áttu þar góða daga. Þar var oft gestkvæmt og margir fyrrum sveitungar þeirra
af Rangárvöllunum sem sýndu þeim tryggð og sóttu þau heim enda áttu þeir
þar ávallt von á góðgerðum og gestrisni. Marga trygga og góða vini átti hún
enda var auðvelt að laðast að nærveru hennar sem átti svo auðvelt með að gefa
af sér og hugsa um alla aðra fyrst og fremst og fannst hún sjálf aldrei þurfa