Goðasteinn - 01.09.2016, Page 181
179
Goðasteinn 2016
neitt. Eftir að hún flutti á Hellu vann hún nokkur haust í sláturhúsinu. Hún
var lengi virk í Kvenfélaginu Unni og lét þar gott af sér leiða, var um tíma for-
maður félagsins.
Ísleifur lést 26. desember 1992. Árið 2000 flutti hún í Seltún 2 og bjó þar í
þrjú ár þar til hún fluttist á Hjúkrunar- og dvalaheimilið Lund á Hellu. Hún lést
á Lundi 19. febrúar sl. og var útför hennar gerð frá Oddakirkju 2. mars.
Sr. Guðbjörg Arnardóttir
Ingi Þór Guðmundsson frá Dufþaksholti
Ingi Þór fæddist að Hrafntóftum í Djúpárhreppi,
nú Rangárþingi-ytra, þ. 8. ágúst árið 1935. Foreldrar
hans voru hjónin Pálína Þorsteinsdóttir húsfreyja frá
Hrafntóftum og seinni maður hennar, Guðmundur
Þorsteinsson bóndi frá Berustöðum í Holtum. Áður
hafði Pálína verið gift Bjarna Jónssyni bónda og tré-
smið að Álfhólum í V.-Landeyjum, en hann lést að-
eins 43 ára gamall árið 1928 frá þremur börnum, því
elsta 5 ára og yngsta og fjórða barnið ófætt. Börnin sem Pálína eignaðist með
Bjarna voru þessi í aldursröð: Jón, Þorsteinn, Bjarni og Sigríður yngst. Þrjú
systkinanna eru látin en Bjarni lifir.
Fimm árum eftir fráfall Bjarna giftist hún Guðmundi. Það sama ár fluttu
þau hjón ásamt börnum Pálínu að Hrafntóftum, föðurarfleifð hennar og bjuggu
þar á móti hálfbræðrum hennar, þeim Sigurði og Rafni Þorsteinssonum. Árið
1935 fæddist þeim Pálínu og Guðmundi sonurinn Ingi Þór sem við kveðjum
hér í dag. Ingi Þór ólst upp með foreldrum sínum og systkinum og hefur áreið-
anlega átt þar góða æsku og gjöful uppvaxtarár sem liðið hafa við vinnu og
annan eril svo sem tíðkaðist á býlum þess tíma. Árið 1965 tók Ingi Þór sig upp
og flutti með Þorsteini bróður sínum og móður til Hveragerðis hvar hann starf-
aði við ullarþvott og fleira því tengdu í Ullaþvottarstöðinni. Þar leit árið 1972
dagsins ljós Hrafnhildur dóttir Þorsteins og konu hans Jónu Maríu Eiríksdótt-
ur, en við hana tók Ingi Þór sérstöku ástfóstri sem aldrei brá skugga á meðan
bæði lifðu.
Eftir 9 ára búsetu og störf í Hveragerði tók Ingi Þór sig aftur upp og flutti
að Dufþaksholti til Jóns bróður síns og Maríu Guðmundsdóttur konu hans. Þar
bjó hann og starfaði við hefðbundin landbúnaðarstörf, að mestu í fjósi, næstu
28 árin eða til ársins 2002 er hann flutti að dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á