Goðasteinn - 01.09.2016, Blaðsíða 182
180
Goðasteinn 2016
Hvolsvelli. Þar bjó hann í góðu yfirlæti við einkar gott atlæti, og skal hér og nú
hjúkrunar- og starfsfólki þeirrar góðu stofnunar færðar alúðar þakkir fyrir alla
umönnun, nærgætni og hlýju. Þar leið honum vel frá fyrsta til hinsta dags.
Í Dufþaksholti átti Ingi Þór öruggt athvarf í skjóli bróður síns og þess góða
fólks sem þar bjó og býr. Þar hafði hann sín ákveðnu verkefni sem hann sinnti
og annaðist af þeirri kostgæfni sem honum var lagið.
Ingi Þór var vel með á nótunum, fylgdist vel með veðurspám og almennum
fréttum og öðru því sem hann taldi máli skipta í tilveru sinni, umhverfi og
þjóðlífi.
Eftir að Ingi Þór flutti frá Dufþaksholti að Kirkjuhvoli fór hann reglulega
í heimsóknir í Dufþaksholt, á þriggja vikna fresti held ég. Í þeim heimsókn-
um var honum tekið með góðum kosti, hlýju og virðingu. Oftar en ekki gekk
hann í þessar heimsóknir þótt spölurinn væri þó nokkur, enda lipur og léttur á
fæti. Hann lét slæm veður ekki verða til þess að hann missti af gönguferðum
sínum, heldur klæddi sig í þau plögg sem hann taldi skýla sér og arkaði af
stað. Oft sást honum bregða fyrir á röskri göngu í nágrenni Hvolsvallar, inná
Nýlenduvegi hvar hann stundum kom við á Akri í kaffisopa, uppá Hvolsfjalli
og á götum bæjarins. Hann var ögn forvitinn, sem heldur verður að teljast til
kosta en lasta, en það var einmitt ofan af Hvolsfjalli sem hann sá vítt um sveit
og gat þannig fylgst með hverjir voru búnir að slá og hverjir ekki. Hann var
duglegur að hreyfa sig enda vel á sig kominn að eigin og flestra manna mati
sem til þekktu.
Ingi Þór lést á heimili sínu að Kirkjuhvoli á Hvolsvelli þ. 14. nóvember 2015.
Útför hans var gerð frá Stórólfshvolskirkju 21. nóv. 2015.
Sr. Önundur S. Björnsson,Breiðabólstað
Ingibjörg Nyhagen Ólafsson
Ingibjörg Nyhagen Ólafsson, fæddist á bænum
Nygård í Volbu í Noregi, 9. ágúst 1926. Hún lést á
Kirkjuhvoli á Hvolsvelli 28. nóvember 2015. Hún
var dóttir hjónanna Thorleivs Nyhagen bónda og tré-
smiðs og Julie Haugelien Nyhagen húsfreyju, sem þar
bjuggu. Hún var sú yngri af tveimur börnum þeirra
hjóna, en bróðir hennar Jörgen Kristian, sem alla tíð
bjó í Noregi lést árið 2008.
Ingibjörg ólst upp á litlu en rótgrónu norsku sveitaheimili og nam af móður