Goðasteinn - 01.09.2016, Page 184
182
Goðasteinn 2016
matarhefðir og blandaði þeim stundum saman við hinar íslensku, með góðum
árangri. Hún var húsmóðir í gömlum skilningi þess orðs, af lífi og sál. Frí-
stundirnar notaði hún til hannyrða, enda liggja eftir hana mikil listaverk, hekl-
aðir og útsaumaðir dúkar og myndir, en einnig allskonar prjónaskapur, því hún
var líka mjög dugleg að prjóna. Þá hafði hún yndi af blómarækt, jafnt innan
dyra sem utan. Fallegi verðlaunagarðurinn við heimili hennar á Þorvaldseyri
bar þess líka glöggt vitni. Henni var umhugað að rækta sem best tengslin við
heimasveit sína og fjölskyldu í Noregi og miðlaði norskum uppruna sínum til
fjölskyldu sinnar, með margskonar fróðleik, en kannski ekki hvað síst með
norsku verklagi og handverki.
Síðustu árin dvaldist Ingibjörg á hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvols-
velli þar sem vel var um hana hugsað.
Ingibjörg var jarðsett í Eyvindarhólakirkjugarði, 12. desember 2015.
Sr. Haraldur M. Kristjánsson sóknarprestur
Jakobína Erlendsdóttir, Hellu
Jakobína Erlendsdóttir fæddist í Odda á Rang-
árvöllum 5. júlí 1922. Foreldrar hennar voru hjónin
Anna Guðlaug Sigurný Bjarnadóttir úr Reykjavík,
húsfreyja, og séra Erlendur Karl Þórðarson frá Svart-
árkoti í Bárðardal, sem var sóknarprestur í Odda allan
sinn prestsskap. Þau hjón sátu Oddastað í 28 ár; 1918-
1946 við mikinn myndarbrag. Föðurforeldrar Jak-
obínu, þau Þórður Flóventsson og Jakobína Jóhanns-
dóttir, fluttust að Odda til sonar síns og tengdadóttur
haustið 1918 með búsmala sinn norðan úr Bárðardal, og mun sá flutningur
hafa markað þau sögulegu þáttaskil, að þá hafi síðasti fjárrekstur farið suður
Sprengisand. Þau hjón bjuggu þar til dauðadags ásamt foreldrum Jakobínu, og
hvíla í Oddakirkjugarði. Eldri systir Jakobínu var Anna, sem lést níræð að aldri
í júlí 2010. Anna, móðir þeirra, féll frá 68 ára að aldri 1967, en séra Erlendur
varð níræður og dó rétt fyrir jól 1982.
Jakobína ólst upp við mikið ástríki foreldra sinna og systur. Alla ævi var
hún bundin Oddastað sterkum böndum, og var þar löngum tíður aufúsugestur,
einlægt uppbyggileg og hressileg í viðmóti, og kunni frá mörgu að segja frá
liðinni tíð. Hún naut barnafræðslu heima hjá foreldrum sínum, en séra Erlendur