Goðasteinn - 01.09.2016, Blaðsíða 186
184
Goðasteinn 2016
lífinu á heimaslóð af miklum áhuga og uppskar að vonum vináttu margra og
vinsældir. Hún lét um sig muna í ýmsum félagsstörfum, sat lengi í sóknarnefnd
Oddasóknar og var virk í Kvenfélagi Oddakirkju, sem gerði hana að verðskuld-
uðum heiðursfélaga sínum. Hún lagði Oddafélaginu einnig lið um árabil, þar
sem hún sömuleiðis var heiðursfélagi og er þá ótalið Félag eldri borgara í Rang-
árvallasýslu þar sem Jakobína var einnig heiðursfélagi. Alls staðar vakti hún
athygli þar sem hún kom, enda glæsileg kona í sjón með sitt rauða, fallega hár
og glaðlega bros, sem löngum vissi á hlátur. Aldrei hætti hún að halda sig til,
jafnvel eftir að hún kom á Lund og vissi að von var á lækninum, því þá sá hún
til þess að stúlkurnar puntuðu hana og gerðu hana fína! Svona hélt hún sjálfs-
virðingu sinni og sjálfstrausti, umgekkst alla jafnt, var ræðin og viðmótsþýð,
létt í lund og tók lífinu með því viðhorfi, en ákveðin og föst fyrir um það sem
henni þótti miklu varða. Hún gat auðvitað verið heilmikil prímadonna og naut
til hins ítrasta þeirrar jákvæðu athygli sem hún fékk, en hún var um leið gædd
innsæi í mannleg kjör og fann til með fólki í gleði þess og sorgum. Jakobína
var fyrirhyggjusöm í besta lagi og skemmtilega stjórnsöm á köflum, og hafði
t.d. undirbúið útför sína í smáatriðum, svo litlu þurfti til að hnika.
Jakobína bar aldur sinn vel og ellin var nokkuð lengi að setja á hana mark
sitt, enda bjó hún að þeirri ánægju sem lífið gaf henni og þeirri einlægu lífs-
gleði sem hún naut fram á síðasta dag að heita mátti, enda var ljúflyndi hennar
öllum kunnugt. Eftir að heilsan tók að gefa sig fluttist hún að hjúkrunarheim-
ilinu Lundi vorið 2008, og naut þar hvers dags, hrókur alls fagnaðar, glöð og
gefandi í öllum samskiptum, og þar söknuðu margir vinar í stað eftir hennar
dag. Hún lést þar 28. júní 2015, og vantaði þá rétta viku í 93ja ára afmæli sitt.
Útför hennar var gerð frá Oddakirkju 8. júlí.
Sr. Sigurður Jónsson