Goðasteinn - 01.09.2016, Side 187
185
Goðasteinn 2016
Jóhann Bjarnason
Jóhann Bjarnason fæddist að Árbakka í Landsveit
18. apríl 1942. Foreldrar hans voru Elínborg Sigurð-
ardóttir f.1909 d.2003 og Bjarni Jóhannsson f. 1908 d.
2002, þau voru bændur á Árbakka. Systkini Jóhanns
eru: Guðríður f.1934, Jóhanna Helga f. 1939 hún lést
fyrir tveggja ára aldur, Sigrún f. 1944 d. 2006 og
Pálmi f. 1949. Jóhann gekk í barnaskóla á Skamm-
beinsstöðum. Ungur maður fór hann að vinna fyrir
bændur við jarðvinnslu og fór eina vertíð til Þorlákshafnar. Hann kvæntist árið
1963 Kristbjörgu Sigurjónsdóttur þau bjuggu einn vetur í Þorlákshöfn en fluttu
síðar á Hellu. Þau skildu, börn þeirra eru: Bjarni f. 1963 eiginkona hans er
Guðný Rósa Tómasdóttir þeirra börn eru: Birta Huld, Sunna Björg og Birna
Borg, þau eiga 5 barnabörn. Guðjón f. 1969 sambýliskona hans er Anna Erla
Valdimarsdóttir þeirra börn eru: Sóldís Anna, Sigurður Heiðar, Kristbjörg
Jóna. Þórunn f. 1971 eiginmaður hennar Gissur Snorrason þeirra börn eru:
Aron Rafn, Fannar Gauti og Ívar Orri.
Jóhann vann hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu á árunum 1963-68. Síðar hóf
hann sinn eigin rekstur og festi kaup á traktor og vann fyrir bændur um sveit-
irnar við ýmiskonar jarðvinnslu. Umsvif hans jukust með tímanum, fleiri tæki
keypt og urðu verkefnin alltaf stærri þannig að hann var komin með menn í
vinnu. Hann keypti sér m.a. bindivél sem nýttist honum við reksturinn. Það
þróaðist einnig á þann veg að hann gerði mikið við bindivélar. Hann vann
við gatnagerð í þorpinu á Hellu og vegagerð víða um land. Þá vann hann
einnig verkefni fyrir Rarik og Símann, lagði hitaveitulagnir í Reykjavík og
Rangárþingi. Það má segja að á þessum tíma hafi hann unnið nótt sem nýtan
dag. Hann var einnig sölumaður hjá Globus og Almennum tryggingum. Þegar
kreppti að hætti hann eigin rekstri og hóf störf við útkeyrslu hjá Sláturhúsinu á
Hellu. Frá árinu 2004 vann hann hjá Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti þar
til hann lét af störfum fyrir aldurssakir. Það voru honum góð starfsár, enda
með mikla og góða reynslu frá sínum fyrri störfum.
Eftirlifandi eiginkona Jóhanns er Elsa Þorbjörg Árnadóttir f.1946, þau hófu
sambúð 2002 og gengu í hjónaband 1. apríl 2011. Foreldrar hennar voru Árni
Halldórsson og Stefánný Níelsdóttir. Börn Elsu eru: Árný Vaka Jónsdóttir hún
á 3 dætur. Anna Aðalheiður Arnardóttir, sambýlismaður hennar er Gísli G.
Jónsson þau eiga 5 börn. Þorleifur Kristján Arnarson sambýliskona hans er
Lene Harbo Sørensen hann á einn son. Hjálmar Örn Arnarson eiginkona hans