Goðasteinn - 01.09.2016, Blaðsíða 188
186
Goðasteinn 2016
er Ída Björg Unnarsdóttir þau eiga 3 börn. Þau Elsa og Jóhann bjuggu um tíma
í Gunnarsholti en byggðu síðar Borgarsand 9, um þá byggingu sá hann sjálfur
með góðri hjálp frá vinum og kunningjum.
Jóhann hafði sem ungur maður lært sjálfur á harmoniku og spilaði á spila-
kvöldum, þorrablótum og víðar í sýslunni. Hann var einn af stofnfélögum
Harmonikufélags Rangæinga, nú síðast formaður þess. Hann fór víða og spil-
aði með félögum sínum. Smitaði hann fólk af ákafa sínum og einlægum áhuga
fyrir tónlistinni og ekki síst gleðinni yfir spilamennskunni og góðum félags-
skap sem harmonikuunnendur eiga sín á milli. Það var einnig í harmonikutón-
listinni sem þau Jói og Elsa sameinuðust, höfðu kynnst á samkomu hjá Harm-
onikufélagi Reykjavíkur en það var oft að hann keyrði félagið sitt eða önnur
harmoníkufélög á samkomur. Jóhann starfaði um tíma með Lionsklúbbnum
Skyggni á Hellu og var virkur félagi og um tíma svæðisstjóri.
Jói Bjarna var eftirminnilegur, sagði algjörlega sína meiningu um hlutina
og mátti oft glotta að því hvernig hann gat umbúðalaust talað og notað eft-
irminnilegt orðbragð.
Eftir að hann hætta að vinna fann hann sér verkefni og sat sannarlega ekki
auðum höndum. Hann vann áfram við kornræktina sem hann hafði einnig svo
mikinn áhuga á. Hann gekk í mörg verk hjá börnum sínum og fjölskyldu, það
má segja að með árunum hafi hann mildast í samskiptum sínum við fólkið sitt.
Þau Jói og Elsa áttu margt sameiginlegt og má þar nefna húsbílinn sem þau
ferðuðust mikið á og hann innréttaði og hannaði sjálfur.
Jóhann varð bráðkvaddur 28. febrúar 2015 og var jarðsunginn frá Odda-
kirkju 12. mars, jarðsett var í Árbæjarkirkjugarði í Holtum.
Sr. Guðbjörg Arnardóttir
Jón Leifur Magnússon
Jón Leifur fæddist á Lýtingsstöðum 27. október
1943. Foreldrar hans voru hjónin Katrín Sigríður
Jónsdóttir frá Lýtingsstöðum og Magnús Ingberg
Gíslason frá Hafnarfirði, en hann átti ættir að rekja
úr Árnessýslu. Hann var næst elstur í 8 barna hópi
þeirra hjóna, en þau eru;
Þóra Margrét, - þá Jón Leifur, Guðrún Laufey,
Gísli Þórður Geir, Árni Snævar, Daníel, Sigrún Jón-
ína og Bjarni Pétur.